Hildur Þóra Þórarinsdóttir (Lundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. febrúar 2018 kl. 20:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. febrúar 2018 kl. 20:17 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hildur Þóra Þórarinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður fæddist 29. maí 1918 og lést 17. júní 1975.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Gíslason verslunarmaður, verslunarstjóri, útgerðarmaður á Lundi, f. 4. júní 1880 í Juliushaab, d. 12. febrúar 1930, og kona hans Matthildur Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 31. desember 1887 á Dyrhólum í Mýrdal, d. 24. júlí 1960.

Börn Þórarins og Matthildar:
1. Ragnhildur Þórarinsdóttir húsfreyja á Hellu á Rangárvöllum, f. 23. október 1908 á Lundi, d. 29. mars 1993.
2. Hlíf Stefanía Þórarinsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, verslunarkona, f. 1. október 1911 á Lundi, d. 21. ágúst 1998.
3. Ása Þórarinsdóttir, f. 25. desember 1914 á Lundi, d. 2. mars 1915.
4. Hildur Þóra Þórarinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 29. maí 1918 á Lundi, d. 17. júní 1975.
5. Theodóra Ása Þórarinsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. ágúst 1925 á Lundi, d. 12. september 2015.

Hildur Þóra var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var á tólfta ári. Hún var með móður sinni til fullorðinsára.
Þau Þórarinn bjuggu á Sólvangi við giftingu hjá bæjarfógeta í febrúar 1940, bjuggu í Hlíðarhúsi í lok ársins með nýfæddan son sinn og enn 1943 við fæðingu Matthildar.
Þau bjuggu á Löndum 1945 og 1951.
Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1951.
Hildur Þóra lést 1975 og Þórarinn 1978.

I. Maður Hildar Þóru, (17. febrúar 1940), var Þórarinn Hallbjörnsson matsveinn, bryti, f. 7. ágúst 1916 á Seyðisfirði, d. 3. febrúar 1978.
Börn í Eyjum:
1. Hallbjörn Þórarinn Þórarinsson matsveinn í Reykjavík, f. 21. júlí 1940 í Eyjum.
2. Matthildur Þórarinsdóttir húsfreyja, læknaritari, skrifstofukona, f . 30. nóvember 1943 í Hlíðarhúsi.
3. Hlíf Þórarinsdóttir húsfreyja, læknaritari, f. 30. júní 1951. Maður hennar er Ólafur Ólafsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.