Hallbjörn Þórarinsson (Löndum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hallbjörn Þórarinn Þórarinsson frá Löndum, matsveinn í Reykjavík fæddist 21. júlí 1940 í Eyjum. Foreldrar hans voru Þórarinn Hallbjörnsson matsveinn, bryti, f. 7. ágúst 1916 á Seyðisfirði, d. 3. febrúar 1978, og kona hans Hildur Þóra Þórarinsdóttir frá Lundi, húsfreyja, f. 29. maí 1918 á Lundi, d. 17. júní 1975.

Börn Hildar Þóru og Þórarins:
1. Hallbjörn Þórarinn Þórarinsson matsveinn, bryti í Reykjavík, f. 21. júlí 1940 í Eyjum.
2. Matthildur Þórarinsdóttir húsfreyja, læknaritari, skrifstofukona, f . 30. nóvember 1943 í Hlíðarhúsi.
3. Hlíf Þórarinsdóttir húsfreyja, læknaritari, f. 30. júní 1951. Maður hennar er Ólafur Ólafsson.

Hallbjörn var með foreldrum sínum í æsku, í Hlíðarhúsi og á Löndum.
Hann fluttist með þeim til Reykjavíkur 1951.
Hallbjörn lærði matsveinafræði og vann matreiðslustörf á landi og var bryti á flutningaskipum.
Hann eignaðist barn með Öldu 1956.
Þau Helga giftu sig 1959, eignuðust tvö börn.

I. Barnsmóðir hans var Árný Alda Sigurðardóttir frá Ísafirði, f. 11. júlí 1938.
Barn þeirra er:
1. Sigurþór Hallbjörnsson ljósmyndari (Spessi), f. 17. febrúar 1956. Kona hans er Áróra Gústafsdóttir.

II. Kona Hallbjarnar, (31. maí 1959), er Helga Sigríður Sigurðardóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 11. ágúst 1940. Foreldrar hennar voru Sigurður Pétur Guðbjartsson bryti, f. 10. desember 1900, d. 29. ágúst 1959, og kona hans Esther Helga Ólafsdóttir húsfreyja, f. 30. september 1900, d. 16. desember 1973.
Börn þeirra:
2. Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 15. júlí 1958. Maður hennar er Guðmundur Arnkelsson.
3. Sigríður Ester Hallbjörnsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1962. Hún býr í Danmörku. Maður hennar er Þorleifur Werner.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigurþór.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.