Hlíf Stefanía Þórarinsdóttir (Lundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hlíf Stefanía Þórarinsdóttir frá Lundi, húsfreyja, hárgreiðslumeistari, verslunarkona fæddist 1. október 1911 á Lundi og lést 21. ágúst 1998.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Gíslason verslunarmaður, verslunarstjóri, útgerðarmaður á Lundi, f. 4. júní 1880 í Juliushaab, d. 12. febrúar 1930, og kona hans Matthildur Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 31. desember 1887 á Dyrhólum í Mýrdal, d. 24. júlí 1960.

Börn Þórarins og Matthildar:
1. Ragnhildur Þórarinsdóttir húsfreyja á Hellu á Rangárvöllum, f. 23. október 1908 á Lundi, d. 29. mars 1993.
2. Hlíf Stefanía Þórarinsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, verslunarkona, f. 1. október 1911 á Lundi, d. 21. ágúst 1998.
3. Ása Þórarinsdóttir, f. 25. desember 1914 á Lundi, d. 2. mars 1915.
4. Hildur Þóra Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1918 á Lundi, d. 17. júní 1975.
5. Theodóra Ása Þórarinsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. ágúst 1925 á Lundi, d. 12. september 2015.

Hlíf var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fór til náms í hárgreiðslu í Kaupmannahöfn 16 ára. Að loknu námi og til ársins 1949 rak hún eigin hárgreiðslustofu í Reykjavík, síðast hárgreiðslu- og snyrtistofuna Edínu í Pósthússtræti 13. Árið 1949 hóf hún störf í tískuversluninni Markaðnum, en var jafnframt hárgreiðslumeistari hjá Þjóðleikhúsinu.
Hlíf vann verslunarstörf þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir 1985. Síðustu árin bjó hún í eigin húsi fyrir aldraða við Hrafnistu í Hafnarfirði.
Þau Ólafur giftu sig 1937, eignuðust þrjú börn.
Ólafur lést 1960 og Hlíf 1998.

I. Maður Hlífar Stefaníu, (2. október 1937, skildu), var Ólafur Siggeirsson skrifstofumaður, f. 16. ágúst 1914, d. 16. ágúst 1960. Foreldrar hans voru Siggeir Þorkelsson sjómaður í Merkisteini á Eyrarbakka, f. 17. júní 1880, d. 4. mars 1918, og kona hans Þuríður Jósefsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1879, d. 27. nóvember 1961.
Börn þeirra:
1. Þórarinn Ólafsson kaupmaður, tónlistarmaður, f. 27. október 1937. Barnsmóðir Ásta Ástvaldsdóttir. Fyrri kona hans var Gerður Kristdórsdóttir. Síðari kona hans Marta Sigríður Bjarnadóttir.
2. Geir Ólafsson læknir, f. 7. júní 1940. Kona hans er Ingibjörg Bjarnadóttir.
3. Ragnar Ólafsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 15. febrúar 1947. Kona hans Matta Rósa Rögnvaldsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.