Theodóra Ása Þórarinsdóttir (Lundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Theodóra Ása Þórarinsdóttir.

Theódóra Ása Þórarinsdóttir frá Lundi, húsfreyja, verkakona, kaupkona, framreiðslukona fæddist 24. ágúst 1925 á Lundi og lést 12. september 2015 á sjúkrahúsi Keflavíkur.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Gíslason verslunarmaður, verslunarstjóri, útgerðarmaður á Lundi, f. 4. júní 1880 í Juliushaab, d. 12. febrúar 1930, og kona hans Matthildur Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 31. desember 1887 á Dyrhólum í Mýrdal, d. 24. júlí 1960.
Stjúpfaðir hennar var Kristján Gíslason frá Hlíðarhúsi, en móðir hennar var bústýra hans um skeið.

Börn Þórarins og Matthildar:
1. Ragnhildur Þórarinsdóttir húsfreyja á Hellu á Rangárvöllum, f. 23. október 1908 á Lundi, d. 29. mars 1993.
2. Hlíf Stefanía Þórarinsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 1. október 1911 á Lundi, d. 21. ágúst 1998.
3. Ása Þórarinsdóttir, f. 25. desember 1914 á Lundi, d. 2. mars 1915.
4. Hildur Þóra Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1918 á Lundi, d. 17. júní 1975.
5. Theodóra Ása Þórarinsdóttir húsfreyja, verkakona, kaupkona, framreiðslukona, f. 24. ágúst 1925 á Lundi, d. 12. september 2015.

Faðir Theódóru Ásu lést, er hún var á fimmta árinu. Hún var send til Elínar Ragnheiðar móðursystur sinnar á Eskifiði og dvaldi þar til 10 ára aldurs og var síðar tíðum í sveit á sumrum.
Hún fór síðar vestur á Þingeyri við Dýrafjörð og var þar kaupakona. Seinna vann hún á Hótel Hellu og Hótel Vík í Reykjavík, fór í síldarsöltun til Siglufjarðar, en þar lágu leiðir hennar og Karls Vilhjálms saman. Flutti hún svo til Keflavíkur og þar hófu þau Karl búskap að Klapparstíg 8.
Stundaði hún síldarvinnu með húsmóðurstarfinu til ársins 1967, er Karl Vilhjálmur lést, en það ár hóf hún störf í mötuneyti Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Starfaði hún þar til ársins 1987, er hún lét af störfum vegna fótameins.
Hún bjó alla tíð í Keflavík, flutti af Klapparstíg 8 að Háteigi 8 árið 1973. Þar bjó hún til ársins 1993, er hún flutti að Melteigi 12 með syni sínum og tengdadóttur og þar bjó hún til æviloka.

I. Maður Theódóru Ásu, (4. júní 1948), var Karl Vilhjálmur Kjartansson verkamaður, f. 7. apríl 1915, d. 21. apríl 1967. Foreldrar hans voru Kjartan Ólason vélstjóri, f. 3. apríl 1890, d. 24. janúar 1979 og kona hans Sigríður Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1894, d. 21. september 1972.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Kristján Þór Karlsson, f. 29. apríl 1957. Kona hans Dagbjört Ýr Gylfadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 1. október 2015. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.