Snjáfríður Hildibrandsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. janúar 2018 kl. 18:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. janúar 2018 kl. 18:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Snjáfríður Hildibrandsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Björn Guðmundsson og Snjáfríður Hildibrandsdóttir.

Snjáfríður Hildibrandsdóttir húsfreyja fæddist 28. nóvember 1874 á Brekku í Þykkvabæ í Rang. og lést 4. desember 1944.
Foreldrar hennar voru Hildibrandur Gíslason bóndi í Vetleifsholti í Ásahreppi, Rang., f. 24. febrúar 1832 í Vesturholtum í Þykkvabæ, d. 19. desember 1909, og kona hans Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 7. desember 1835 í Búð í Þykkvabæ, d. 7. desember 1918.

Snjáfríður var með fjölmennri fjölskyldu sinni á Brekku 1880, í Vetleifsholti 1890.
Snjáfríður og Björn giftu sig 1897, bjuggu í Vetleifsholti í Ásahreppi, Rang. 1901, voru bændur þar 1902-1904, bjuggu í Reykjavík 1904-1914, voru bændur í Götu í Ásahreppi 1914-1919.
Þau fluttust frá Götu til Eyja 1919 og bjuggu á Eystri-Vesturhúsum næstu 17 árin.
Þau fluttust að Lögbergi um 1936 og bjuggu þar síðan meðan báðum entist líf.
Snjáfríður lést 1944. Björn fluttist til Alfreðs fóstursonar síns á Eystri-Vesturhúsum og lést 1951.

I. Maður Snjáfríðar, (8. júlí 1897), var Björn Guðmundsson bóndi, bifreiðastjóri, verkamaður, f. 15. janúar 1871 í Skarði í Þykkvabæ, Rang., d. 12. janúar 1951 í Eyjum.
Barn þeirra var
1. Sigurður Björnsson bifreiðastjóri, síðar skósmiður í Kaupmannahöfn, f. 27. júlí 1898, d. 16. október 1972.
Fóstursonur hjónanna var
2. Alfreð Washington Þórðarson tónlistarmaður á Vesturhúsum, f. 21. október 1912, d. 2. janúar 1994.
Barn Björns og stjúpsonur Snjáfríðar var
3. Gumundur Björnsson farmaður í Kanada, f. 15. nóvember 1896, d. 5. desember 1967. Kona hans var Ragnhildur Sigurðardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.