Björn Guðmundsson (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Björn Guðmundsson og Snjáfríður Hildibrandsdóttir.
Alfreð Washington Þórðarson.

Björn Guðmundsson bóndi, bifreiðastjóri, verkamaður á Eystri-Vesturhúsum fæddist 15. janúar 1871 í Skarði í Þykkvabæ, Rang. og lést 12. janúar 1951.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson bóndi í Skarði, f. 20. júlí 1834, d. 18. ágúst 1903, og kona hans Margrét Björnsdóttir húsfeyja, f. 31. janúar 1831, d. 22. apríl 1898.

Björn var bóndi í Vetleifsholti í Ásahreppi, Rang. 1902-1904, var verkamaður, vann við múrsmíði í Reykjavík 1904-1914, var bóndi í Götu í Ásahreppi 1914-1919. Þau Snjáfríður fluttu til Eyja, bjuggu fyrst á Eystri-Vesturhúsum í Eyjum í 17 ár. Þau fluttust að Lögbergi um 1936 og bjuggu þar meðan báðum entist líf.
Björn eignaðist barn 1896 með Rannveigu Magnúsdóttur, síðar bústýra í Árbæjarhjáleigu í Holtahreppi, Rang.
Hann kvæntist Snjáfríði 1897. Þau eignuðust eitt barn.
Snjáfríður lést 1944. Björn fluttist að Vesturhúsum og lést 1951.

I. Barnsmóðir Björns var Rannveig Magnúsdóttir, f. 10. maí 1851, d. 17. janúar 1905. Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon bóndi í Þjóðólfshaga í Holtum, f. 8. maí 1806, d. 4. janúar 1875, og síðari kona hans Margrét Hannesdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1924, d. 4. janúar 1891.
Barn þeirra var
1. Guðmundur Björnsson farmaður í Kanada, f. 15. nóvember 1896 í Vetleifsholti, d. 5. desember 1967. Kona hans var Ragnhildur Sigurðardóttir Björnsson.

Kona Björns, (8. júlí 1897), var Snjáfríður Hildibrandsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1874 á Brekku í Þykkvabæ, d. 4. desember 1944.
Börn þeirra:
2. Sigurður Björnsson bifreiðastjóri, síðar skósmiður í Kaupmannahöfn, f. 27. júlí 1898 í Vetleifsholti, d. 16. október 1972. Kona hans dönsk.
Fóstursonur hjónanna var
3. Alfreð Washington Þórðarson tónlistarmaður á Vesturhúsum, f. 21. október 1912, d. 2. janúar 1994. Sambúðarkona hans Jónína Jóhannsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.