Margrét Magnúsdóttir (Jómsborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. desember 2017 kl. 21:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. desember 2017 kl. 21:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Margrét Magnúsdóttir (Jómsborg)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Magnúsdóttir prestsekkja frá Hvammi í Hvammssveit í Dalasýslu fæddist 5. október 1829 í Eiðhúsum í Miklaholtshreppi og lést 15. maí 1913 í Eyjum.
Faðir hennar var Magnús bóndi í Eiðhúsum, Kljá í Helgafellssveit og Fjarðarhorni í Hraunsfirði þar, f. 25. júlí 1794, d. 15. janúar 1860, Þorkelsson bónda á Kljá 1801, f. 1749, d. 14. apríl 1818, Ívarssonar, og síðari konu Þorkels á Kljá, Oddnýjar húsfreyju, f. 1756, d. 9. apríl 1804, Magnúsdóttur bónda í Drápuhlíð, f. 1733, Ögmundssonar.

Móðir Margrétar og kona Magnúsar í Eiðhúsum var Guðrún yngri, húsfreyja, f. 1786, d. 1845, Sumarliðadóttir bónda á Kljá í Helgafellssveit, f. 1744, d. 8. júní 1806, Guðmundssonar bónda á Barkarstöðum í Miðfirði, f. um 1720, d. um 1783, Jónssonar, og fyrri konu Guðmundar, Guðrúnar húsfreyju, f. um 1720, Sumarliðadóttur.
Móðir Guðrúnar yngri og fyrri kona Sumarliða var Steinunn húsfreyja, f. 1745, Halldórsdóttir bónda víða, en á Stóru-Ágeirsá í Víðidal 1762, f. (1710), Þorleifssonar.

Systir Margrétar Magnúsdóttur í Eyjum var:
1. Kristín Magnúsdóttir húsfreyja, f. 21. ágúst 1832, d. 8. apríl 1917, en hún var móðir:
2a. Guðrún Margrét Oddsdóttir, f. 19. ágúst 1854. Maður hennar var Jón Bjarnason bóndi. Hún var húsfreyja á Hjarðarbóli í Setbergssókn 1880, ekkja á Fossi í Ingjaldshólssókn 1901. Hún lést í Eyjum í júní 1910.
2b. Karólína Kristín Oddsdóttir húsfreyja í Jómsborg, f. 21. október 1856, d. 12. september 1936. Maður hennar var Jón Sighvatsson bóksali og bókavörður.
Hálfsystir Margrétar var
3. Matthildur Magnúsdóttir húsfreyja í Landlyst, kona Þorsteins Jónssonar læknis.
Hún var dóttir Magnúsar bónda og Sigríðar Pétursdóttur vinnukonu á bænum.

Sr. Þorleifur lést 1883 og 1890 var Margrét ekkja í Hjarðarholti í Dölum.
Hún flutti til Eyja 1892 og var hjá Matthildi systur sinni í Landlyst 1901, í Jómsborg hjá Karólínu fósturdóttur sinni 1910.
Hún lést 1913.

I. Maður Margrétar, (27. október 1865), var sr. Þorleifur Jónsson prestur í Hvammi í Hvammssveit í Dalasýslu, f. 8. nóvember 1794, d. 1. maí 1883.
Þau voru barnlaus, en ólu upp systurdóttur Margrétar
Karólínu Kristínu Oddsdóttur húsfreyju í Jómsborg, konu Jóns Sighvatssonar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.