Berta Valdimarsdóttir (Sigtúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2019 kl. 18:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2019 kl. 18:29 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Arnrós Bertha Valdimarsdóttir.

Arnrós Bertha Valdimarsdóttir frá Sigtúni fæddist 25. ágúst 1921 í Vallanesi og lést 7. júlí 1972.
Foreldrar hennar voru Valdimar Árnason frá Borgum í Norðfirði, sjómaður, skipstjóri, vélstjóri, verkamaður, f. 13. júlí 1885, d. 4. ágúst 1965, og kona hans Halldóra Ólafsdóttir húsfreyja frá Flatey á Breiðafirði, f. 17. september 1888, síðast í Kópavogi, d. 26. desember 1983.

I. Barn Valdimars og Axelínu Steinunnar Eyjólfsdóttur og hálfbróðir Jóns Bjarna var
1. Sölvi Valdimarsson vélstjóri í Kópavogi, f. 5. nóvember 1906 á Nesi í Norðfirði, d. 30. nóvember 1990. Kona Sölva var Pálína Sigrún Jóhannsdóttir frá Grafarósi á Höfðaströnd.

II. Barn Valdimars og fyrri konu hans Jónínu Bjarnadóttur frá Gvendarhúsi og hálfbróðir Jóns Bjarna var
2. Guðjón Kristinn Óskar Valdimarsson vélstjóri, f. 30. október 1909, d. 5. apríl 1946.

III. Börn Valdimars og Halldóru voru:
3. Jón Bjarni Valdimarsson, f. 25. september 1915 á Norðfirði, d. 7. janúar 1950.
4. Oddlaug Valdimarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 5. maí 1917 í Vallanesi, d. 6. janúar 2003.
5. Arnrós Bertha Valdimarsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 25. ágúst 1921, d. 7. júlí 1972.
Fósturdóttir Valdimars og Halldóru var
6. Svala Guðmunda Sölvadóttir, f. 4. apríl 1933 á Bakka í Siglufirði, d. 23. október 2008. Hún var sonarbarn Valdimars og var komin til þeirra 1940.

Berta var með foreldrum sínum í Vallanesi í æsku, í Sigtúni 1940. Hún fæddi Pétur þar 1943.
Þau Jón Pétursson giftu sig 1942 og bjuggu með Pétri í Vestra-Þorlaugargerði 1945. Berta var með Pétri, en án Jóns í Sigtúni 1949.
Hún eignaðist Jón Valdimar með Ingva Rafni í Sigtúni 1951.
Þau Skjöldur Eyfjörð bjuggu í Sigtúni 1955 við fæðingu Sonju, á Hásteinsvegi 7 við fæðingu Ingibjargar, en í Sigtúni við fæðingu Halldóru 1960.
Þau fluttust til Reykjavíkur.
Berta lést 1972.

I. Maður Bertu, (15. febrúar 1942, skildu), var Jón Pétursson verkamaður, bifreiðastjóri, f. 8. júní 1912, d. 5. nóvember 2001.
Börn þeirra:
1. Pétur Jónsson rafvélavirki, f. 16. júlí 1943 í Sigtúni .

II. Barnsfaðir hennar var Ingvi Rafn Einarsson verkamaður, Reykjahlíð 12 í Reykjavík, f. 18. febrúar 1932.
Barn þeirra:
2. Jón Valdimar Ingvason, f. 28. desember 1951 í Sigtúni.

III. Maður Bertu var Skjöldur Eyfjörð Stefánsson togarasjómaður, Sigtúni, síðar bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 13. ágúst 1931, d. 20. maí 1990.
Börn þeirra:
3. Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir húsfreyja, hárgreiðslukona, f. 29. mars 1955. Maður hennar Júlíus Hólmgeirsson vélstjóri.
4. Ingibjörg Eyfjörð Skjaldardóttir húsfreyja, f. 23. desember 1956 að Hásteinsvegi 7. Maður hennar Gumundur Viðar Guðmundsson húsasmiður.
5. Fannar Eyfjörð Skjaldarson skipstjóri, f. 6. mars 1958. Kona hans Theodóra Sigvaldadóttir húsfreyja.
6. Halldóra Eyfjörð Skjaldardóttir húsfreyja, fyrrum sýningarstúlka, f. 22. desember 1960.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hreyfilsmenn – Saga og félagatal 1943-1988. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka tók saman. Hreyfill- Samvinnufélag 1988.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.