Daníel Guðmundsson (Hellishólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. janúar 2021 kl. 11:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. janúar 2021 kl. 11:57 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Daníel Guðni Guðmundsson verkamaður, bifreiðastjóri, innheimtumaður fæddist 14. nóvember 1925 í Hafnarfirði og lést 19. júlí 1996.
Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson sjómaður, verkamaður í Garði og Hafnarfirði, f. 4. ágúst 1883, d. 22. október 1952, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1894, d. 17. september 1992.

Daníel ólst upp í Hafnarfirði, síðan á Hólum í Biskupstungum. Hann fluttist til Eyja um 1945 og var bifreiðastjóri, einnig stundaði hann sauðfjárrækt.
Þau Marta giftu sig 1946, eignuðust fyrsta barn sitt á Lágafelli 1947, bjuggu í Hellisholti um skeið, leigðu á Hofi skamma stund, síðan í Sólhlíð 24.
Þau byggðu Bröttugötu 10, sem þau nefndu Hellishóla, bjuggu þar uns þau fluttust í nýbyggt hús sitt að Höfðavegi 25 og bjuggu þar frá um 1961 til Goss.
Hjónin fluttust til Þorlákshafnar í Gosinu og bjuggu þar til 1981, er þau fluttust í Furugerði í Reykjavík og bjuggu þar síðan.
Daníel lést 1996.
Marta fluttist til Reykjanesbæjar 2003 og bjó þar síðan.
Hún lést 2021.

Kona Daníels, (31. desember 1946), var Marta Hjartardóttir húsfreyja frá Hellisholti, f. 30. júni 1926.
Börn þeirra:
1. Hafdís Daníelsdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður í Eyjum, rak verslunina Heimaver, býr nú í Hafnarfirði, f. 15. apríl 1947 á Lágafelli við Vestmannabraut 10. Maður hennar var Ingvi Björgvin Ögmundsson kaupmaður í Heimaveri, f. 27. apríl 1943, d. 20. júlí 2016.
2. Guðbjartur Daníelsson í Njarðvík, húsasmiður, f. 18. nóvember 1950 á Hellishólum við Bröttugötu 10. Kona hans er Guðmunda Lára Guðmundsdóttir húsfreyja, kennari, f. 19. júní 1950.
3. Guðmundur Bjarni Daníelsson verkamaður, iðnaðarmaður, f. 12. febrúar 1955 á Hellishólum. Kona hans er Jóhanna Kristinsdóttir húsfreyja.
4. Daníel Guðni Daníelsson bifreiðastjóri, skiltagerðarmaður í Reykjanesbæ, f. 6. apríl 1957 á Sjúkrahúsinu. Kona hans er Petrína Sigurðardóttir húsfreyja.
5. Hjörtur Kristján Daníelsson bifreiðastjóri, rekur fyrirtækið Plexigler í Reykjanesbæ, f. 17. maí 1964 á Sjúkrahúsinu. Kona hans er Kristín Guidice húsfreyja og verslunarrekandi, f. 1. október 1963.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.