Sveinbjörn Guðlaugsson (Odda)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. nóvember 2017 kl. 14:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. nóvember 2017 kl. 14:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sveinbjörn Guðlaugsson (Odda)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Sveinbjörn Óskar Guðlaugsson.

Sveinbjörn Óskar Guðlaugsson frá Odda, verslunarstjóri, tónlistarmaður fæddist þar 4. febrúar 1914 og lést 6. maí 1994.
Foreldrar hans voru Guðlaugur Brynjólfsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júlí 1890 á Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, d. 30. desember 1972, og fyrri kona hans Halla Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1886, d. 29. nóvember 1918.

Börn Guðlaugs og Höllu Jónsdóttur fyrri konu hans:
1. Sveinbjörn Óskar Guðlaugsson verslunarstjóri, fiskimatsmaður, f. 4. febrúar 1914 í Odda, d. 6. maí 1994.
2. Andvana drengur, f. 28. október 1915 í Odda.
3. Halla Bergsteina Guðlaugsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 5. nóvember 1918 í Odda, d. 17. ágúst 1997.

Börn Guðlaugs og Valgerðar, síðari konu hans:
1. Halldóra Sigríður Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast á Seltjarnarnesi, f. 18. júní 1920 í Odda, d. 21. febrúar 1998.
2. Brynjólfur Gunnar Guðlaugsson togarasjómaður, f. 30. júlí 1921 í Odda, drukknaði 26. desember 1949.
3. Guðrún Bríet Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1923 í Odda, d. 13. janúar 2015.
4. Ingibjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1925 í Odda.
5. Ásta Kristný Guðlaugsdóttir iðnaðarmaður í Reykjavík, f. 24. júlí 1926 í Odda.
6. Guðmundur Guðlaugsson sjómaður, skipstjóri, f. 24. september 1929 í Höfða, d. 30. desember 2010.
7. Þórarinn Guðlaugsson sjómaður, húsasmíðameistari, f. 3. ágúst 1931 í Höfða, d. 19. apríl 2005.

Fósturbarn Guðlaugs og Valgerðar, barn Höllu fyrri konu Guðlaugs, var
8. Jóhannes Gunnar Brynjólfsson forstjóri, f. 20. september 1908 á Bólstað, d. 27. maí 1973.

Sveinbjörn var með foreldrum sínum í æsku og fram á fullorðinsár, var með þeim í Höfða 1930.
Hann vann í fyrstu ýmis verkamannastörf, vann við smíði Helga Helgasonar VE-343, varð verslunarstjóri hjá Helga Benediktssyni, varð síðan forstöðumaður Mjólkursamsölunnar í Eyjum.
Hann fluttist til Reykjavíkur 1962 og hóf fiskeftirlit hjá Sjávarafurðadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga víðsvegar um land og vann þar til starfsloka sinna.
Sveinbjörn átti gildan þátt í tónlistarlífi bæjarins um árabil, einkum í söngflokkum, Vestmannakór og Karlakórnum.
Sveinbjörn bjó í húsi foreldra Ólafar Oddnýjar 1934. Þau Ólöf Oddný giftu sig 1935 og eignuðust fimm börn, en misstu Höllu, elsta barnið 1943.
Þau bjuggu í fyrstu hjá foreldrum Ólafar Oddnýjar á Hvítingavegi 8, bjuggu í Ásnesi við Skólaveg við fæðingu Höllu fyrri 1936, í Árdal, Hilmisgötu 5 1938, í Hljómskálanum, Hvítingavegi 10 1940, á Lundi, Vesturvegi 12 (síðar Miðstræti 22) 1941, voru komin á Hvítingaveg 8 1945 og bjuggu þar enn 1949, bjuggu á Fífilgötu 5 1953, á Vestmannabraut 38, húsi Mjólkurbúðarinnar 1959, en fluttust til Reykjavíkur 1962.
Ólöf Oddný lést 1986 og Sveinbjörn 1994.

I. Kona Sveinbjarnar Óskars, (1. júní 1935), var Ólöf Oddný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1914 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 16. janúar 1986.
Börn þeirra:
1. Halla Sveinbjörnsdóttir, f. 16. janúar 1936 í Ásnesi, d. 2. desember 1943.
2. Ólafur Oddur Sveinbjörnsson vélstjóri, múrarameistari, f. 5. júlí 1938 í Árdal, d. 9. nóvember 2003.
3. Valgeir Sveinbjörnsson málari, tónlistarmaður, f. 16. október 1941 í Odda.
4. Huginn Sveinbjörnsson málarameistari, tónlistarmaður, f. 16. október 1941 í Odda, d. 16. maí 2015.
5. Halla Sveinbjörnsdóttir, f. 2. nóvember 1946 á Hvítingavegi 8.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 23. febrúar 1989. Afmæliskveðja.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.