Guðmundur Stefánsson (Ási)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. janúar 2017 kl. 14:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. janúar 2017 kl. 14:15 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Kynning

Guðmundur Stefánsson.

Guðmundur Stefánsson sjómaður og verkamaður frá Ási og Sigríðarstöðum fæddist 20. júní 1905 og lést 31. ágúst 1980.
Foreldrar hans voru Stefán Gíslason útgerðarmaður, kaupmaður og veitingamaður, f. 6. ágúst 1877, d. 11. janúar 1953 og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. apríl 1877, d. 3. desember 1941.

Guðmundur var sjómaður í Eyjum og síðar verkamaður í Reykjavík.
Hann eignaðist Stefaníu með Elísabetu Brynjúlfsdóttur 1932 og Soffíu með Önnu sambýliskonu sinni 1936. Þau bjuggu í Vatnsdal 1940.
Anna veiktist af berklum og Soffía fór í fóstur að Ölvaldsstöðum í Mýrasýslu 1943. Anna lést 1944 á Vífilsstöðum.
Guðmundur bjó í Vatnsdal 1945, síðar á Uppsölum, fluttist síðar til Reykjavíkur og stundaði verkamannastörf.
Hann lést 1980.

I. Barnsmóðir hans var Elísabet Brynjúlfsdóttir, síðar húsfreyja á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, f. 21. ágúst 1911, d. 6. nóvember 1983.
Barn þeirra var
1. Stefanía Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Hallskoti í Fljótshlíð, f. 24. maí 1932 í Mandal.

II. Sambýliskona Guðmundar var Anna Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 10. janúar 1914, d. 25. janúar 1944.
Barn þeirra var
2. Soffía Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Borgarnesi, f. 30. október 1936 í Vatnsdal, d. 26. desember 2013.

III. Kona Guðmundar var Guðrún Runólfsdóttir húsfreyja á Brekku og Uppsölum, f. 27. ágúst 1911, d. 27. september 1992.

Guðmundar er getið í Bjargveiðmannatali Árna símritara, en engin sérstök fjöllun er þar um hann.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit