Soffía Guðmundsdóttir (Vatnsdal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Soffía Guðmundsdóttir.
Guðsteinn og Soffía.

Soffía Guðmundsdóttir frá Vatnsdal fæddist 30. október 1936 í Eyjum og lést 26. desember 2013.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Stefánsson frá Ási, f. 20. júní 1905, d. 31. ágúst 1980, og sambýliskona hans Anna Jóhannsdóttir, f. 10. janúar 1914, d. 25. janúar 1944.
Fósturforeldrar hennar voru Albert Jónsson ömmubróðir hennar, bóndi á Kárastöðum á Mýrum, f. 3. ágúst 1894, d. 25. júní 1982, og kona hans Guðrún Pétursdóttir húsfreyja, f. 19. september 1895, d. 20. mars 1969.

Soffía var með foreldrum sínum í Vatnsdal fyrstu sjö ár sín. Móðir hennar veiktist af berklum og lést á Vífilsstöðum 1944.
Soffía fór í fóstur til Alberts ömmubróður síns á Kárastöðum á Mýrum sjö ára gömul og ólst þar upp.
Á unglingsárum sínum var hún um skeið hjá frændfólki í Mandal, Jóni Stefánssyni og Bergþóru Jóhannsdóttur.
Hún eignaðir Önnu Maríu 1954, giftist Guðsteini 1958, eignaðist með honum fjögur börn. Þau reistu húsið að Kjartansgötu 12 í Borgarnesi.
Soffía vann hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, hjá Prjónastofu Borgarness við saumaskap og síðast á saumastofu fyrir Max útivistarfatnað. Soffía var alla tíð mjög virk í Kvenfélagi Borgarness og í verkalýðsmálum.
Hún dvaldi að síðustu á Hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi, en lést á Landspítalanum 2013.

I. Barnsfaðir Soffíu var Guðbjartur Sólberg Benediktsson, síðar rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 31. júlí 1936, d. 13. júní 2008.
Barn þeirra:
1. Anna María Soffíudóttir, f. 12. maí 1954. I. Maður hennar var Nobuyasu Yamagata. II. Sambýlismaður hennar: Indriði Þorkelsson, f. 2. febrúar 1957.

II. Maður Soffíu, (1. mars 1958), var Guðsteinn Sigurþór Sigurjónsson verslunar- og afgreiðslumaður í Borgarnesi, f. 9. janúar 1931, d. 10. júlí 2001.
Börn þeirra:
2. Jórunn Guðsteinsdóttir húsfreyja, f. 19. desember 1958. Maður hennar var Guðjón Jónsson.
3. Guðrún Berta Guðsteinsdóttir húsfreyja, f. 19. nóvember 1961. Maður hennar: Arnfinnur Hallvarðsson.
4. Svanhvít Rós Guðsteinsdóttir húsfreyja, f. 5. desember 1965. Fyrri maður hennar var Gestur Ellert Guðnason. II. Síðari maður hennar: Abdelfattah Laaraibi.
5. Guðmundur Viðar Guðsteinsson, f. 12. febrúar 1967. I. Fyrri kona hans var Anna Einarsdóttir. II. Síðari kona hans: Svava Björg Svavarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 3. janúar 1914. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.