Elísabet Brynjúlfsdóttir (Mandal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Elísabet Brynjúlfsdóttir í Mandal, síðar húsfreyja á Önundarhorni u. Eyjafjöllum fæddist 21. ágúst 1911 og lést 6. nóvember 1983.
Foreldrar hennar voru Brynjólfur Tómasson bóndi í Syðri-Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum, f. 24. ágúst 1875 á Arnarhóli í V-Landeyjum, d. 9. nóvember 1930 á Læk í Holtum, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1873, d. 20. desember 1953 í Skipagerði. Faðir Halldóru var Jón Pétursson Magnússonar bónda í Norðurgarði.

Elísabet var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var vetrarstúlka í Hafnarfirði 1930, eignaðist Stefaníu með Guðmundi í Mandal 1932.
Hún fluttist með barnið ungt til Reykjavíkur og síðan að Önundarhorni u. Eyjafjöllum, giftist Eggerti Brandssyni bónda þar og bjó með honum.
Hún fluttist til Eyja með Stefaníu, Birgi og Brand Snævar um 1950. Þau bjuggu í Hábæ 1952, í Vöruhúsinu, (Skólavegi 1) 1953 og á Hólagötu 31 1959 og 1961, en hún fluttist með Stefaníu, börnum hennar og sonum sínum til Reykjavíkur 1962 .
Elísabet giftist síðar Axel Guðbjarti Jónssyni og bjó með honum í Reykjavík.
Hún lést 1983.

I. Barnsfaðir Elísabetar var Guðmundur Stefánsson sjómaður frá Ási, f. 20. júní 1905, d. 31. ágúst 1980.
Barn þeirra er
1. Stefanía Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Hallskoti í Fljótshlíð, f. 24. maí 1932 í Mandal, d. 27. febrúar 2019.

II. Maður Elísabetar var Eggert Brandsson bóndi á Önundarhorni, f. 19. febrúar 1906, d. 16. janúar 1988.
Börn þeirra:
2. Sveinn Ármann Eyfell Eggertsson, f. 13. ágúst 1935, d. 17. mars 2020.
3. Baldvin Eggertsson, f. 18. maí 1941.
4. Birgir Eggertsson, f. 22. júní 1945.
5. Brandur Snævar Eggertsson, f. 25. september 1947.

III. Maður Elísabetar var Axel Guðbjartur Jónsson verkstjóri í Reykjavík, f. 23. ágúst 1913, d. 2. janúar 1989. Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.