Hílaríus Illugason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. mars 2022 kl. 14:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. mars 2022 kl. 14:28 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hílaríus Illugason prestur fæddist 21. október 1735 að Ofanleiti og lést 16. febrúar 1802.
Foreldrar hans voru sr. Illugi Jónsson og kona hans Sigríður Franzdóttir húsfreyja, f. 1689.

Hílaríus lærði hjá föður sínum, varð stúdent úr Skálholtsskóla 1754.
Hann var um tíma djákn í Skálholti, vígðist 1760 aðstoðarprestur sr. Hafliða Bergsveinssonar að Hrepphólum, fékk Mosfell í Grímsnesi 1762, sagði af sér 1799, en dvaldi þar til dd. 1802, er hann féll niður stiga.

Hílaríus var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (6. september 1761), var Gróa Bjarnadóttir húsfreyja að Mosfelli í Grímsnesi, f. 1722, d. 7. september 1785. Foreldrar hennar voru Bjarni Sigurðsson bóndi á Kjalvararstöðum og Breiðabólstað í Reykholtsdal, f. 1692 á Stóra-Kroppi, og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 1691, d. 1760.
Barn þeirra var
1. Dóttir, sem dó nýfædd.

II. Síðari kona hans, (10. júní 1790), var Margrét Kolbeinsdóttir húsfreyja, f. 1761, d. 25. febrúar 1826. Foreldrar hennar voru Kolbeinn Þorsteinsson prestur og latínuskáld í Miðdal í Grímsnesi, f. 1731 á Tungufelli í Hrunamannahreppi, d. í júní 1783, og Arndís Jónsdóttir prests á Gilsbakka, húsfreyja í Miðdal, f. þar 1732, d. 1. september 1814
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Magnús Haraldsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.