Hermann Benediktsson (Bergholti)
Hermann Benediktsson frá Borgareyri í Mjóafirði eystra, verkstjóri, innheimtumaður fæddist 12. febrúar 1887 á Borgareyri og lést 7. desember 1959.
Foreldrar hans voru Benedikt Sveinsson frá Ormsstöðum í Norðfirði, bóndi, útgerðarmaður, f. 2. janúar 1846, d. 4. september 1931, og kona hans Margrét Hjálmarsdóttir frá Brekku í Mjóafirði, húsfreyja, f. 18. maí 1853, d. 23. febrúar 1907.
Bræður Hermanns í Eyjum voru:
1. Ragnar Benediktsson verkstjóri, vigtarmaður, skipaafgreiðslumaður, tónlistarmaður, f. 14. mars 1895, d. 7. júní 1968.
2. Sveinn Benediktsson bóndi á Borgareyri, síðar á Lundi, f. 25. janúar 1880, d. 18. apríl 1962.
Dóttir Sveins var
a) Margrét Sigríður Svava Sveinsdóttir húsfreyja á Borgareyri, síðar á Lundi, f. 27. apríl 1914, d. 18. september 2011.
Hermann var með foreldrum sínum á Borgareyri í æsku, tók þátt í störfum til lands og sjávar í stórri fjölskyldu á unga aldri, reri um skeið til fiskjar með Benedikt bróður sínum.
Hann fluttist til Eyja frá Mjóafirði 1920, var þá leigjandi á Breiðabliki hjá Gísla Johnsen.
Hermann og Helga keyptu Stóra-Bergholt 1932 af Magnúsi Magnússyni trésmið, síðar í Hljómskálanum.
Helga Pálmey fluttist til Eyja 1924. Þau bjuggu í Godthaab, eignuðust Ölmu þar 1925 og Jóhönnu 1929. Þau voru í Godthaab til 1940, en voru komin í Fagurlyst í lok ársins, í Bergholt 1942 og þar fæddist Edda Sigríður. Þar bjuggu þau síðan.
Hermann var í fyrstu starfsmaður hjá Gísla Johnsen og verkstjóri. Síðar var hann innheimtumaður hjá Vestmannaeyjabæ.
Hann lést 1959 í Eyjum.
Kona Hermanns, (5. júní 1924), var Helga Pálmey Benediktsdóttir frá Kimbastöðum í Skagafirði, f. 6. apríl 1902, d. 18. september 1970.
Börn þeirra:
1. Alma Alvilda Hermannsdóttir skipsþerna hjá Eimskipafélaginu, f. 23. maí 1925 í Godthaab, d. 14. júní 2015.
2. Jóhanna Hermannsdóttir húsfreyja, tannsmiður, f. 1. júní 1929 í Godthaab. Hún býr Vestanhafs.
3. Edda Sigríður Hermannsdóttir húsfreyja, hagfræðingur, f. 12. júlí 1943 í Bergholti.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Edda Sigríður Hermannsdóttir.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
- Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.