Edda Hermannsdóttir (Bergholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Edda Sigríður Hermannsdóttir frá Bergholti við Vestmannabraut 67, hagfræðingur fæddist þar 12. júlí 1943.
Foreldrar hennar voru Hermann Benediktsson frá Borgareyri í Mjóafirði, verkstjóri, innheimtumaður, f. 12. febrúar 1887, d. 7. desember 1959, og kona hans Helga Pálmey Benediktsdóttir frá Kimbastöðum í Skagafirði, húsfreyja, f. 6. apríl 1902, d. 18. september 1970.

Börn Helgu og Hermanns:
1. Alma Alvilda Hermannsdóttir skipsþerna hjá Eimskipum, f. 23. maí 1925 í Godthaab, d. 14. júní 2015.
2. Jóhanna Hermannsdóttir húsfreyja, tannsmiður, f. 1. júní 1929 í Godthaab, d. 14. janúar 2023. Hún bjó Vestanhafs.
3. Edda Sigríður Hermannsdóttir húsfreyja, hagfræðingur, f. 12. júlí 1943 í Bergholti.

Edda var með foreldrum sínum.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1960, stúdent í Menntaskólanum í Hamrahlíð 1975, viðskiptafræðingur (cand. oecon.) í Háskóla Íslands 1980.
Edda var skrifstofumaður, og síðar launagjaldkeri hjá Sláturfélagi Suðurlands frá 15. september 1960 til 1. september 1970, fulltrúi og síðar deildarstjóri hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun frá 1. júlí 1980 til 31. desember 1987. Hún var skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu frá 1. janúar 1988 til 14. maí 1993, yfirdeildarviðskiptafræðingur í Hagstofu Íslands frá 15. maí 1993.
Þau Benedikt Einar giftu sig 1963, eignuðust tvö börn.
Benedikt Einar lést 2019.

I. Maður Eddu, (21. september 1963), var Benedikt Einar Guðbjartsson frá Ísafirði, lögfræðingur í lögfræðideild Landsbanka Íslands, f. 16. júní 1941, d. 12. október 2019. Foreldrar hans voru Guðbjartur Jónsson skipstjóri, síðar verkstjóri, f. 18. ágúst 1911, d. 22. júní 1991, og kona hans Sigríður Ólöf Jónsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 17. febrúar 1911, d. 19. október 1998.
Börn þeirra:
1. Helga Benediktsdóttir viðskiptafræðingur í Hafnarfirði, f. 12. apríl 1968. Maður hennar Margeir Sveinsson.
2. Sigríður Benediktsdóttir með BS-próf í hagfræði, f. 26. apríl 1972. Maður hennar Arnar Geirsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 26. október 2019. Minning Benedikts Einars.
  • Prestþjónustubækur.
  • Viðskipta- og hagfræðingatal. Ritnefnd Brynjólfur Bjarnason og fleiri.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.