Steinunn Sigurðardóttir (Þingeyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. september 2019 kl. 10:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. september 2019 kl. 10:51 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Steinunn Sigurðardóttir og Sigríður systir hennar frá Kúfhól í Landeyjum situr. Jón Jónsson maður hennar frá Lambhaga v/ Vesturveg og líklega Sigríður Lilja dóttir Sigríðar.

Steinunn Sigurðardóttir húsfreyja á Þingeyri fæddist í Búðarhóls-Austurhjáleigu í A-Landeyjum 20. júní 1867 og lézt í Vesturheimi 9. nóvember 1966.
Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Pétursdóttir og Sigurður Sigurðsson þá bændahjón í Búðarhóls-Austurhjáleigu.
Þau voru einnig foreldrar:
1. Elínar Sigurðardóttur húsfreyju í Ólafshúsum, fyrri konu Jóns Bergs eldri útvegsbónda.
2. Sigurðar Sigurðssonar formanns í Frydendal, sambýlismanns Önnu Sigríðar Árnadóttur móður Johnsensbræðra.
3. Sigríðar Sigurðardóttur húsfreyju í Lambhaga, konu Guðmundar Guðmundssonar sjómanns í Lambhaga.
4. Vigfúsar fóstra Þorsteins Þ. Víglundssonar.

I. Steinunn var búandi í Oddakoti í A-Landeyjum 1892-1894 með fyrri manni sínum Magnúsi Jónssyni til 1893, en Magnús drukknaði við Eyjar 25. marz 1893 og bjó Steinunn ekkja í Oddakoti næsta árið.
Hún var vinnukona í Litlu-Hildisey í A-Landeyjum 1894-1897, húskona á Ljótarstöðum þar 1897-1899. Þá flutti hún til Eyja.

II. Annar maður hennar var Jón Jónsson sjómaður, f. 24. júlí 1881, d. í Reykjavík 14. ágúst 1953.
Þau Jón eignuðust eitt barn, Magnús Júlíus sjómann í Eyjum, f. 1. júlí 1905, d. í Vesturheimi 1968.
Hjónin bjuggu í Lambhaga 1920.
Þau bjuggu í Fagradal 1908, í Lambhaga 1910 og 1920, byggðu húsið Þingeyri 1921 og bjuggu þar til ársins 1924, er þau seldu húsið Sigurjóni Sigurðssyni og fluttust til Vesturheims. Þau bjuggu í Selkirk, skildu. Jón sneri til Íslands og lést í Reykjavík 1953. Steinunn bjó í Selkirk í 14 ár.

III. Þriðji maður Steinunnar var Jakob Frímann Kristjánsson bóndi, f. 8. janúar 1856 að Gilsárteigi í Eiðaþinghá í S-Múl., d. 6. júlí 1941. Foreldrar hans voru Kristján Frímann Sigurðsson bóndi á Fossvöllum í Jökulsárhlíð, f. 1813, á lífi 1860, og kona hans Ingibjörg Þorláksdóttir húsfreyja, f. 1811, fór til Vesturheims 1876.
Þau Jakob bjuggu á Gíslastöðum í Hnausabyggðinni.

IV. Fjórði maður Steinunnar, (19. desember 1941), var Ketill Valgarðsson kornkaupmaður á Gimli, f. 29. október 1861 að Kolgröfum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Foreldrar hans voru Valgarður Jónsson bóndi í Akurtröðum, en síðar í Manitoba, f. 4. janúar 1828, d. 1881 og ráðskona hans Kristín Brynjólfsdóttir, f. 19. deptember 1823, d. 8. október 1875.
Þau Ketill bjuggu á Gimli. Hann lést 20. febrúar 1945.

Steinunn bjó í Betel á Gimli frá 14. mars 1950. Hún skrifaði fréttapistla frá Betel á góðri íslensku í Lögberg. Hún lést 9. nóvember 1966 á Johnson Memorial Hospital.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010, viðbætur við Landeyingabók, bls 580-582.
  • Landeyingabók - A-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson o.fl. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Óskar Pétur Friðriksson.
  • Pers.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.