Magnús Júlíus Jónsson (Þingeyri)
Magnús Júlíus Jónsson sjómaður á Þingeyri, málari Vestanhafs fæddist 1. júlí 1905 í Fagradal í Eyjum og lézt 1968 í Las Pa í Manitoba í Kanada.
Foreldrar hans voru Steinunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1867 og Jón Jónsson sjómaður, f. 1881.
Magnús Júlíus var í Lambhaga hjá foreldrum sínum 1920.
Hann stundaði sjómennsku, en fluttist með foreldrum sínum til Vesturheims 1924.
Þar stundaði hann sjómennsku og málarastörf.
I. Kona hans var Bjarney Kristín Kristmundsdóttir, f. 11. maí 1898 í Reykjavík, d. 1998.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörg Margrét Magnúsdóttir húsfreyja í Edmonton, f. 14. desember 1922 á Þingeyri, d. 8. desember 2001.
2. Chris Johnson rakari í Syracus, New York, f. um 1925 í Selkirk í Manitoba. Kona hans Pat Johnson.
3. Louise Johnson húsfreyja í Winnipeg, f. 1928 í Selkirk, Kanada. Maður hennar William Campell.
4. Harald Johnson í Winnipeg, f. 27. ágúst 1930 í Selkirk, d. 6. ágúst 1974 í Chilliwack, British Columbia. Kona hans Helen Therese Wong.
5. Susan Johnson húsfreyja í Kanada, f. 1931. Maður hennar Ben Johnston.
6. Inge Johnston öryrki í Kanada, f. 1933, d. 1998.
7. Laura Johnson húsfreyja í Winnipeg, f. 1935.
8. Magnus Johnson í Kanada, f. 1936. Kona hans Shirley Johnson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók - Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson o.fl. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Magnús Haraldsson.
- Manntal 1920.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.