Jón Jónsson (Þingeyri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Jónsson


Jón Jónsson sjómaður á Þingeyri fæddist í Hlíð undir Eyjafjöllum 24. júlí 1881 og lézt 14. ágúst 1953 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Gunnhildur Gunnhildardóttir vinnukona á Þorvaldseyri, f. 8. ágúst 1853, d. 6. apríl 1892, og Jón Hjartarson vinnumaður í Hlíð, f. 19. mars 1838, d. 2. mars 1881.

Jón fluttist til Eyja 1902 og stundaði sjómennsku.

Kona hans var Steinunn Sigurðardóttir, síðar húsfreyja á Þingeyri, f. 20. júní 1867, d. 9. nóvember 1966. Hann var síðari maður hennar.
Þau eignuðust eitt barn, Magnús Júlíus, f. 1. júlí 1905, d. 1942.

Þau Steinunn bjuggu í Fagradal 1908, í Lambhaga 1910 og 1920. Þau byggðu húsið Þingeyri 1921 og bjuggu þar til ársins 1924, er þau seldu það Sigurjóni Sigurðssyni og fluttust til Vesturheims. Þau bjuggu í Selkirk, skildu. Jón flutti aftur til Íslands, lést 14. ágúst 1953 í Reykjavík.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.