Kristín Sveinsdóttir (Nýhöfn)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. nóvember 2016 kl. 20:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. nóvember 2016 kl. 20:03 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Sveinsdóttir húsfreyja í Nýhöfn og víðar fæddist 4. mars 1878 á Selnesi á Skaga, Skagafjarðarsýslu og lést 12. mars 1945 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sveinn Ólafsson bóndi, lengst á Syðra-Mallandi á Skaga, f. 8. janúar 1841, d. 18. júní 1902 á Syðra-Mallandi, og kona hans Þórunn Tómasdóttir úr Skaftártungu í V-Skaft., húsfreyja, f. 16. febrúar 1844 í Svínadal þar, d. 17. apríl 1919.

Kristín var með foreldrum sínum í Ketu á Skaga 1880, á Syðra-Mallandi 1890, var aðkomandi þar 1901.
Hún var húsfreyja á Ytra-Mallandi 1903-1907, í Efranesi 1908-1924 með Birni og börnunum Árnýju Karólínu og Sigmari Sveini, með Birni, börnunum Sigmari Sveini og Elínborgu Jónínu þar 1920.
Hjónin skildu 1924 og Kristín fluttist Suður, kom til Eyja frá Reykjavík 1926. Henni fylgdu börn hennar, Elínborg Jónína og Árný Karólína. Síðar dvaldi Sigmar Sveinn hjá henni í Nýhöfn.
Hún var vinnukona á Miðhúsum 1927 með Elínborgu Jónínu hjá sér, bjó í Nýhöfn með Sigmari Sveini 1930, bjó þar á móti Karólínu dóttur sinni, sem bjó þar með Guðjóni Jónssyni og barni sínu Öldu Andrésdóttur.
Þá mun hún hafa verið með þeim á Lágafelli 1932, í Jómsborg 1933, í Brautarholti 1935 og í Vinaminni 1937. Hún bjó hjá Karólínu og Guðjóni Jónssyni í Vinaminni, (Urðavegi 5) 1940. Þar bjó hún síðast.
Hún lést 1945.

Maður Kristínar, (1903, skildu 1924), var Björn Jóhannesson bóndi í Efranesi á Skaga, f. 14. apríl 1873, d. 16. febrúar 1952.
Börn þeirra voru:
1. Árný Karólína Björnsdóttir húsfreyja, f. 16. desember 1906, d. 14. október 2003.
2. Sigmar Sveinn Björnsson sjómaður í Reykjavík, f. 28. maí 1908
3. Elínborg Jónína Björnsdóttir húsfreyja á Brekastíg 24, f. 5. október 1913, d. 10. desember 1969, kona Ágústs Ólafs Ólafssonar vélstjóra.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.