Ágúst Ólafsson (vélstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ágúst Ólafsson.

Ágúst Ólafur Ólafsson vélstjóri, útgerðarmaður á Brekastíg 24 fæddist 14. ágúst 1899 á Borgargerði á Djúpavogi og lést 14. maí 1976.
Foreldrar hans voru Ólafur Finnbogason bóndi í Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði, síðar verkamaður á Búðum þar, f. 5. ágúst 1861, d. 24. maí 1935, og Friðbjörg Einarsdóttir verkakona á Djúpavogi, síðar í Eyjum, f. 18. september 1865 á Berufirði, d. 16. desember 1936 í Eyjum.

Ágúst var með móður sinni í Borgargerði á Djúpavogi 1901, með húskonunni móður sinni í Gamla vertshúsi á Eskifirði 1910.
Hann var húsbóndi með móður sinni í Sænskahúsi á Eskifirði 1920.
Ágúst sótti sjóinn á unglingsárum og var þá vélstjóri, síðan sótti hann vertíðir í Eyjum frá 1925 og flutti þangað 1928.
Hann var leigjandi með móður sinni og Elínborgu unnustu sinni á Brekastíg 33 1930.
Þau keyptu Brekastíg 24, stækkuðu síðar og bjuggu þar framvegir, en Elínborg lést 1969.
Ágúst var farsæll vélstjóri langa starfsævi og hlaut margar viðurkenningar sjómanna fyrir þau störf. Hann átti hlut í v.b. Blátindi um skeið og var þá m.a. við landhelgisgæslu á Faxaflóa.
Ágúst fluttist til Erlings sonar síns og Ingibjargar konu hans í Njarðvíkum við Gos og lést 1976.

Kona Ágústs var Elínborg Jónína Björnsdóttir, f. 5. október 1913, d. 10. desember 1969.
Börn þeirra:
1. Erling Adólf Ágústsson rafvirkjameistari, f. 9. ágúst 1930 í Nýhöfn, (Skólavegi 23), d. 8. janúar 1999.
2. Ágústa Ágústsdóttir húsfreyja, f. 23. september 1945 á Brekastíg 24.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.