Elínborg Jónína Björnsdóttir
Elínborg Jónína Björnsdóttir húsfreyja á Brekastíg 24 fæddist 5. október 1913 í Efranesi á Skaga í Skagafjarðarsýslu og lést 10. desember 1969.
Foreldrar hennar voru Björn Jóhannesson bóndi, f. 14.. apríl 1873 í Kelduvík á Skaga, d. 16. febrúar 1952 í Víkum þar, og kona hans Kristín Sveinsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 4. mars 1878 á Selnesi á Skaga, d. 12. mars 1945 í Eyjum.
Elínborg var með foreldrum sínum í Efranesi á Skaga 1920.
Þau skildu 1924 og hún fylgdi móður sinni til Eyja 1926.
Hún var með vinnukonunni móður sinni á Miðhúsum 1927, var unnusta Ágústs á Brekastíg 33 1930.
Þau Ágúst giftu sig og festu kaup á Brekastíg 24, stækkuðu húsið og bjuggu þar framvegis.
Elínborg lést 1969, en Ágúst fluttist til Erlings í Njarðvíkur við Gos og lést 1976.
Maður Elínborgar Jónínu var Ágúst Ólafur Ólafsson vélstjóri, f. 14. ágúst 1899, d. 14. maí 1976.
Börn þeirra:
1. Erling Adólf Ágústsson, f. 9. ágúst 1930 í Nýhöfn, (Skólavegi 23), d. 8. janúar 1999.
2. Ágústa Ágústsdóttir, f. 23. september 1945 á Brekastíg 24.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.