Elín Sigurðardóttir (Túni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. október 2016 kl. 19:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. október 2016 kl. 19:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Elín Sigurðardóttir (Túni)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Elín Sigurðardóttir vinnukona fæddist 27. október 1905 í Túni og lést 5. júní 1923.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi í Lambhúshóli, síðar sjómaður í Túni, f. 24. júní 1863, d. 12. mars 1906, og sambýliskona hans Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja í Túni og síðar í Jakobshúsi, f. 30. ágúst 1874, d. 17. febrúar 1965.

Börn Guðbjargar og Sigurðar voru:
1. Guðlaugur Sigurðsson verkamaður á Rafnseyri, síðar húsasmiður í Reykjavík, f. 28. mars 1901, d. 22. júní 1975.
2. Sæunn Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 18. september 1904, d. 19. desember 1926. Hún var í fóstri hjá Guðríði Bjarnadóttur húsfreyju í Sjólyst.
3. Elín Sigurðardóttir vinnukona á Hvoli, f. 27. október 1905 í Túni, d. 5. júní 1923.
4. Sigríður Benónía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1906, síðast í Reykjavík, d. 13. september 1988.
Börn Guðbjargar og Jakobs Tranbergs og hálfsystkini Elínar voru:
5. Magnúsína Tranberg Jakobsdóttir húsfreyja, f. 29. október 1910, síðast á Akranesi, d. 2. júní 1989.
6. Gísli Jakobsson bakari í Reykjavík, f. 22. desember 1913, d. 26. desember 1993.
7. Lars Tranberg Jakobsson, símvirki í Reykjavík, f. 31. maí 1916, d. 26. desember 2002.

Faðir Elínar lést, er hún var á fyrsta ári. Hún var send í fóstur að Ystakoti u. Eyjafjöllum 1906 á ,,framfærslu stjúpa síns og móður sinnar.“
Hún kom frá Ystakoti 1917 og var í Jakobshúsi í lok þess árs og 1918.
Elín fór 14 ára vinnukona til Reykjavíkur 1919, var hjú hjá Magnúsínu Eyjólfsdóttur húsfreyju frá Vesturhúsum í Skildinganesi 1920.
Hún var 17 ára vinnukona á Hvoli er hún lést 1923.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.