Magnús Magnússon (Túnsbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. september 2024 kl. 18:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. september 2024 kl. 18:01 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Magnús Magnússon.

Magnús Magnússon bóndi, síðan lausamaður á Túnsbergi fæddist 12. september 1869 í Oddakoti í A-Landeyjum og lést 18. maí 1961 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson bóndi, bátasmiður og formaður í Oddakoti, f. 29. september 1832, d. 5. janúar 1921, og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 26. mars 1829, d. 17. október 1909.

Faðir Magnúsar var Magnús bóndi, bátasmiður og formaður í Oddakoti 1859-1886, á Kirkjulandi þar 1886-1897 og Voðmúlastöðum þar 1897-1909, f. 29. september 1832 á Efri-Úlfsstöðum þar, d. 5. janúar 1921 á Efri-Úlfsstöðum, Þórðarson bónda á Efri-Úlfsstöðum, f. 26. mars 1802 á Kotvelli í Hvolhreppi, d. 9. nóvember 1870 á Efri-Úlfsstöðum, Þórarinssonar bónda á Kotvelli, skírður 17. apríl 1771, d. 21. júlí 1846, Jónssonar, og konu Þórarins Jónssonar, Vigdísar húsfreyju, skírð 12. september 1770, d. 26. júní 1854, Eiríksdóttur.
Móðir Magnúsar í Oddakoti og kona Þórðar á Efri-Úlfsstöðum var Bjarghildur húsfreyja, f. 31. maí 1797 á Kirkjulæk í Fljótshlíð, d. 5. janúar 1883 á Efri-Úlfsstöðum, Jónsdóttir bónda í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, f. 1760, d. 6. mars 1836, og konu Jóns, Guðbjargar húsfreyju, f. 1770, d. 12. desember 1847, Jónsdóttur.

Móðir Magnúsar á Túnsbergi og kona Magnúsar í Oddakoti var Ingibjörg húsfreyja, f. 26. mars 1829, d. 17. október 1909, Magnúsdóttir bónda og formanns í Syðri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum og víðar, f. 20. september 1805 í Hemlu í V-Landeyjum, d. 10. júní 1862 á Kálfsstöðum þar, Guðlaugssonar bónda og hreppstjóra á Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 1759 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, d. 25. mars 1818, Bergþórssonar, og seinni konu Guðlaugs, (6. nóvember 1803), Margrétar húsfreyju, f. 1775, d. 2. janúar 1863 í Hemlu, Árnadóttur.
Móðir Ingibjargar í Oddakoti og kona Magnúsar var Þuríður húsfreyja, skírð 16. mars 1801, d. 7. nóvember 1888, Ólafsdóttir bónda á Kirkjulandi, f. 1734, d. 1801, Ólafssonar, og seinni konu Ólafs á Kirkjulandi, (2. júlí 1796), Guðrúnar húsfreyju, f. 1767, Diðriksdóttur.

Systur Magnúsar í Eyjum voru:
1. Ingibjörg Magnúsdóttir verkakona og eigandi að Hjálmholti 1930, f. 19. nóvember 1874, d. 11. apríl 1958 í Reykjavík.
2. Þuríður Magnúsdóttir verkakona, bústýra á Litlu-Eyri, f. 10. mars 1873, d. 17. maí 1927.

Magnús var með foreldrum sínum í Oddakoti í æsku, vinnumaður hjá þeim á Kirkjulandi 1890, á Voðmúlastöðum 1901.
Hann var bóndi í Efri-Úlfsstaðahjáleigu (Sléttubóli) 1906-1908.
Magnús var síðan í lausamennsku, vinnumaður á Kálfsstöðum í V-Landeyjum 1910. Hann fluttist til Eyja 1920 og bjó á Túnsbergi, en leitaði í Landeyjar á sumrin.
Síðustu ár sín bjó hann í Hveragerði. Hann lést í Reykjavík 1961.
Hann var ókvæntur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.