Ísleifur Guðnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. febrúar 2016 kl. 14:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. febrúar 2016 kl. 14:22 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit


Ísleifur Guðnason.

Ísleifur Guðnason bóndi, útgerðarmaður og formaður á Kirkjubæ fæddist 30. janúar 1862 í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum og lést 1. júní 1916.
Faðir Ísleifs var Guðni bóndi þar, f. 4. desember 1813 á Arnarhóli í V-Landeyjum, d. 23. desember 1872, Guðnason bónda á Arnarhóli og Hallgeirseyjarhjáleigu, f. 1778 á Núpum í Fljótshverfi, V-Skaft., d. 6. janúar 1850 á Arnarhóli, Ögmundssonar bónda á Núpum, f. 1726, d. 19. september 1780, Ólafssonar, og síðari konu Ögmundar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1748, d. 28. júlí 1818, Þorsteinsdóttur bónda á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð, Borgarfirði, Þorvaldssonar.
Móðir Guðna yngri í Hallgeirseyjarhjáleigu og kona, (19. júlí 1804), Guðna eldri var Kristín húsfreyja, skírð 6. apríl 1778, d. 28. september 1854, Bjarnhéðinsdóttir bónda í Langagerði í Hvolhreppi, f. 1743, d. 8. ágúst 1811, Sæmundssonar, og konu Bjarnhéðins, Guðrúnar húsfreyju, f. 1751, d. 11. febrúar 1834, Einarsdóttur.

Móðir Ísleifs á Kirkjubæ og kona Guðna í Hallgeirseyjarhjáleigu, (1. júlí 1852), var Elín húsfreyja, f. 18. júní 1826 í Efri-Vatnahjáleigu (Svanavatni) í A-Landeyjum, d. 23. nóvember 1908, Ísleifsdóttir bónda á Bryggjum þar, f. 27. febrúar 1799 í Búðarhóls-Norðurhjáleigu þar, d. 20. mars 1893 í Hallgeirseyjarhjáleigu, Eyjólfssonar bónda í Búðarhóls-Austurhjáleigu (Hólavatni) þar, f. 1768 í Norður-Búðarhólshjáleigu þar, d. 26. nóvember 1838 í Austurhjáleigu þar, Guðmundssonar, og konu Eyjólfs, (15. ágúst 1790), Elínar húsfreyju og yfirsetukonu, f. 1767 í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum, d. 7. maí 1855, Ísleifsdóttur.
Móðir Elínar í Hallgeirseyjarhjáleigu og kona, (6. júní 1824, skildu), Ísleifs á Bryggjum var Guðný húsfreyja á Bryggjum, f. 11. október 1805, d. 23. september 1877, Jónsdóttir bónda á Syðri-Úlfsstöðum, Ljótarstöðum og Snotru í A-Landeyjum, f. 1766 á Syðri-Úlfsstöðum, d. 2. apríl 1842 á Snotru, Þorkelssonar, og konu Jóns Þorkelssonar, (28. október 1790), Margrétar húsfreyju, f. 1765, d. 18. júlí 1834, Hreinsdóttur.

Systur Ísleifs í Eyjum voru:
1. Elín Guðnadóttir vinnukona á Heiði, f. 24. júní 1856, d. 18. júní 1923.
2. Guðrún Guðnadóttir vinnukona í Nýborg, f. 24. júní 1856, d. 1. nóvember 1926.
3. Guðný Guðnadóttir vinnukona víða, síðar húsfreyja í Utah, f. 14. júlí 1858, d. 26. maí 1939.

Ísleifur Guðnason var með foreldrum sínum í Hallgeirseyjarhjáleigu 1870, vinnumaður á Skækli í A-Landeyjum 1880, vinnumaður hjá Ólafi Magnússyni og Unu Guðmundsdóttur í London 1890, kvæntur bóndi með húsfreyju og börn í Suðurbænum á Kirkjubæ 1901 og bóndi og sjómaður, háseti á vélbát 1910.
Hann var bóndi, útvegsmaður og formaður, lést 1916. Sigurlaug ekkja hans bjó í Suðurbænum um skeið, en þegar hún hætti þar búskap, tóku Þorbjörn Guðjónsson og Helga Þorsteinsdóttir við býlinu.

Kona Ísleifs, (26. maí 1892), var Sigurlaug Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1866, d. 25. september 1952.
Börn Ísleifs og Sigurlaugar voru:
1. Barn dáið á 1. ári.
2. Regína Matthildur Ísleifsdóttir, f. 16. febrúar 1898, d. 20. nóvember 1918 úr spænsku veikinni.
3. Matthhildur Ísleifsdóttir húsfreyja í Miðgarði, f. 7. maí 1900, d. 29. ágúst 1945. Maður hennar var Páll Oddgeirsson kaupmaður og útgerðarmaður, f. 5. júní 1888, d. 24. júní 1871.
4. Ólafur Ísleifsson formaður, f. 25. mars 1904, d. 17. september 1972. Kona hans var Una Magnúsína Helgadóttir frá Steinum, f. 16. júní 1901, d. 28. ágúst 1990.
5. Fósturbarn þeirra var Guðríður Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Hábæ, kona Stefáns Vilhjálmssonar, f. 12. maí 1893, d. 24. júní 1984. Hún var dóttir Guðmundar Jessonar og Kristínar Ólafsdóttur frá Litlakoti.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.