Ingibjörg Hjörleifsdóttir (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. apríl 2019 kl. 12:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. apríl 2019 kl. 12:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Hjörleifsdóttir húsfreyja í Háagarði og á Kirkjubæ fæddist 29. júlí 1863 í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum og lést 28. júlí 1939.
Foreldrar hennar voru Hjörleifur Jónsson vinnumaður á Hrútafelli, f. 24. september 1831 þar, d. 2. nóvember 1908 í Háagarði, og kona hans Birget Björnsdóttir vinnukona í Skarðshlíð, f. 16. október 1821 á Sitjanda u. Eyjafjöllum, d. 27. maí 1866 á Rauðafelli þar.

Hjörleifur faðir Ingibjargar og Ingibjörg amma Lofts Jónssonar á Vilborgarstöðum og þeirra systkina, voru systkini.

Ingibjörg var tökubarn á Rauðafelli 1870, en þar var faðir hennar vinnumaður, „fátæktar vegna hættur búskap“ 1860.
Hún var vinnukona á Raufarfelli þar 1880 og faðir hennar var þar vinnumaður, vinnukona á Rauðafelli 1890 og þar var faðir hennar vinnumaður.
Ingibjörg var vinnukona á Felli í Mýrdal 1895-1896, á Stóru-Heiði þar 1896-1897. Þaðan for hún að Brekkum á Rangárvöllum.
Hún var á Brekkum á Rangárvöllum 1897, er hún giftist Þorsteini og þau fluttust til Eyja 1898 og bjuggu á Ofanleiti.
Þau eignuðust Helgu á sama ári, voru í Péturshúsi 1901 og þar var Hjörleifur faðir hennar líka.
Þau voru komin að Háagarði 1906. Þar voru Loftur Jónsson fósturbarn þeirra og Hjörleifur með þeim auk Helgu dóttur þeirra. Ólafur Vestmann var fóstraður hjá þeim um áratugar skeið.
Jón Eyjólfsson á Kirkjubæ faðir Lofts drukknaði 1901, er Loftur var 10 ára. Sigríður móðir hans var heilsuveil. Heimilið var leyst upp og hún dó 1902.
Loftur ólst síðan upp í Háagarði, varð beitningarmaður á Haffara, sem var að hluta í eigu Ingibjargar og Þorsteins fósturforeldra hans. Þegar þau Loftur og Ágústína giftu sig 1913, byrjuðu þau búskap sinn hjá hjónunum í Háagarði.
Ólafur Ragnar Jónsson kom að Háagarði 1913 og var þá skráður tökubarn, en fóstursonur 1920. Hann var hálfsystursonur Þorsteins, sonur Hugborgar Helgu Ólafsdóttur. Hann var vinumaður á Kirkjubæ 1919 og enn 1925.
1918 voru þau Þorsteinn enn í Háagarði. Þar voru einnig Þorbjörn Guðjónsson og Helga dóttir þeirra. Þau giftu sig á árinu. Þorbjörn og Helga fengu byggingu fyrir Austasta Hlaðbæ, (Suðurbænum) 1919 og þau Þorsteinn fluttust þangað og bjuggu þar síðan.
Þau Þorsteinn voru eigendur að einum sjötta hlut í Haffara VE-116, en sá bátur fórst á Flúðartanga 9. apríl 1916.
Síðar áttu þau einn fimmta hlut í Happasæl VE-162 með Þorbirni Guðjónssyni tengdasyni sínum um hríð.

Maður Ingibjargar, (13. október 1897), var Þorsteinn Ólafsson sjómaður, útvegsmaður og bóndi í Háagarði og á Kirkjubæ, f. 16. október 1859. d. 31. desember 1939.
Barn þeirra var:
1. Guðleif Helga Þorsteinsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 22. september 1898 á Ofanleiti, d. 28. júlí 1975.
Fósturbörn þeirra voru:
2. Loftur Jónsson útvegsbóndi á Vilborgarstöðum, f. 13. júlí 1891, d. 2. maí 1981.
3. Ólafur R. Jónsson sjómaður í Vesturholti, f. 11. ágúst 1903, d. 4. nóvember 1979.
4. Ólafur Vestmann, f. 25. desember 1906, d. 15. apríl 1970.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.