Sigurður Sæmundsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. nóvember 2015 kl. 11:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. nóvember 2015 kl. 11:50 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Sæmundsson verkamaður, húsmaður á Kirkjubæ 1882, fæddist 18. janúar 1845 í Steinasókn og lést 11. maí 1928.
Foreldrar hans voru Sæmundur Jónsson bóndi í Steinum 1870, f. 1812 á Kaldrananesi í Mýrdal, d. 2. janúar 1897 í Steinum, og kona hans Ingveldur Arnoddsdóttir húsfreyja í Steinum, f. 16. september 1813.

Sigurður var tökubarn í Núpakoti 1850 og 1855, vinnumaður þar 1860. Hann var hjá foreldrum sínum í Steinum þar 1870, kvæntur vinnumaður þar með Guðríði konu sinni 1880.
Barn þeirra Sigurlaug fæddist 1881.
Þau fluttust úr Steinasókn að Kirkjubæ 1882 með Sigurlaugu, voru þar húsfólk á því ári, en Sigurlaug fór að London, en dó þar úr mislingum í júlí.
Þau fluttust frá Kirkjubæ til til lands 1884, voru þar við fæðingu Guðbjargar Ágústu 1887, voru vinnufólk á Rauðafelli u. Eyjafjöllum 1890 með barnið þriggja ára. Þar voru þau enn 1901 og Geirlaug hafði bæst í hópinn.
Þau fluttust til Eyja frá Hvammi í Mýrdal með sr. Jes A. Gíslasyni og fjölskyldu 1907 og voru til heimilis á Landamótum 1910 og 1920 hjá Geirlaugu dóttur sinni.
Sigurður lést 1928.

Kona Sigurðar, (19. júní 1880), var Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. janúar 1857, d. 17. maí 1928.
Börn þeirra voru:
1. Sigurlaug Sigurðardóttir, f. 10. mars 1881, d. 20. júlí 1882 úr mislingum.
2. Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir húsfreyja á Hólum, f. 24. ágúst 1887, d. 21. apríl 1974. Hún var kona Jóns Þórðarsonar.
3. Geirlaug Sigurðardóttir, f. 12. febrúar 1891, d. 17. júlí 1963, kona Ólafs Jónssonar á Landamótum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.