Solveig Þórdís Jórunn Sveinsdóttir
Solveig Þórdís Jórunn Sveinsdóttir húsfreyja frá Löndum fæddist 24. apríl 1858 og lést 6. apríl 1920 Vestanhafs.
Foreldrar hennar voru Sveinn Þórðarson beykir á Löndum, f. 18. febrúar 1827, d. 4. nóvember 1901 Vestanhafs, og kona hans Helga Árnadóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1833, d. 15. febrúar 1907 í Vesturheimi.
Solveig fór til Utah 1880 með Árna og barninu Sveinsínu tveggja ára, en foreldrar hennar höfðu farið utan 1878.
Maður Solveigar, (20. október 1878), var Árni Árnason yngri frá Vilborgarstöðum, f. 21. febrúar 1855, d. 16. júlí 1931, (hafði eftirnafnið Johnson Vestra).
Barn þeirra í Eyjum var
1. Sveinsína Aðalbjörg Árnadóttir, f. 25. desember 1877, d. 13. desember 1969. Hún varð kona Sigmundar Gíslasonar járnbrautarstarfsmanns og smiðs í Utah, f. 29. október 1883, d. 31. mars 1965.
2. Sonur þeirra var (Jón Sveinsson) John Thordarson, sem var hátt settur í kirkju mormóna. Hann kom í trúboðsför til Íslands eftir aldamótin 1900. Hann var þá ekkill, kynntist Málmfríði Ólafsdóttur frá Akranesi, sem giftist honum síðar vestra.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
- Vestur-íslenzkar æviskrár. Benjamín Kristjánsson, Jónas Thordarson. Skjaldborg 1961-1992.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.