Árni Árnason yngri (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árni Árnason yngri frá Vilborgarstöðum fæddist 21. febrúar 1855 og lést 16. júlí 1931.
Foreldrar hans voru Árni Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 31. janúar 1812, d. 8. janúar 1855, og kona hans Björg Árnadóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1830, d. 4. júni 1915.

Árni var bróðir Páls Árnasonar, f. 22. febrúar 1852, en hann fór til Vesturheims 1882.

Árni var 6 ára með móður sinni, stjúpföður sínum Sighvati Sigurðssyni, Páli bróður sínum og Friðriku hálfsystur sinni á Vilborgarstöðum 1860. Hann var 18 ára með fjölskyldunni 1870 og þá höfðu bæst í hópinn Pálína 8 ára, Sigríður 6 ára og Kristján Loftur 3 ára. Þar var einnig Kristín laundóttir húsbóndans eins árs.
Hann bjó á Löndum við brottför Vestur.
Þau Solveig fóru til Utah 1880 með Sveinsínu tveggja ára.
Árni var járnbrautarverkamaður og landbúnaðarstarfsmaður. Hann notaði eftirnafnið Johnson.
Þau Solveig Þórdís eignuðust alls 10 börn.
Solveig lést 1920 og Árni 1931.

Kona Árna, (20. október 1878), var Solveig Þórdís Jórunn Sveinsdóttir húsfreyja, f. 24. apríl 1858, d. 6. apríl 1920.
Barn þeirra í Eyjum var
1. Sveinsína Aðalbjörg Árnadóttir, f. 25. desember 1877, d. 13. desember 1969.
Börn Vestanhafs hér nefnd:
2. William.
3. Anthon.
4. Gilbert.
5. Matthew.
6. Henry.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Our Pioneer Heritage Vol. 7. Kate B. Carter. Daughters of Utah Pioneers. Salt Lake City 1964.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.