Sigurður Helgason (Draumbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. apríl 2017 kl. 20:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. apríl 2017 kl. 20:09 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Helgason í Draumbæ fæddist 14. september 1840 og lést 6. júlí 1847.
Foreldrar hans voru Helgi Jónsson, þá bóndi á Búastöðum, síðar í Draumbæ, f. 8. september 1806, d. 3. september 1885, og barnsmóðir hans Helga Þórðardóttir, þá vinnukona í Stakkagerði, síðar húsfreyja í Fjósum í Mýrdal, f. 1815 í Hvammi u. Eyjafjöllum, var á lífi 1880.

Sigurður var hálfbróðir, (sammæddur), Guðrúnar Þorsteinsdóttur húsfreyju í Fjósum í Mýrdal, en hún var móðir
Jakobínu Hafliðadóttur húsfreyju á Eyjarhólum, konu Gísla Geirmundssonar, en þau voru m.a. foreldrar
1. Jóhannesar Gunnars Gíslasonar gjaldkera og
2. Guðlaugs Gíslasonar bæjarstjóra og alþingismanns.
Guðrún í Fjósum var einnig móðir
Guðjóns Hafliðasonar formanns á Skaftafelli manns Halldóru Þórólfsdóttur húsfreyju, foreldra hinna mörgu Skaftafellssystkina og móðir
Guðrúnar Hafliðadóttur húsfreyju á Kiðjabergi konu Ágústs Benediktssonar fiskimatsmanns, foreldra Kiðjabergssystkina.

Sigurður ólst upp hjá föður sínum og Ragnhildi Jónsdóttur konu hans í Draumbæ.
Hann hrapaði til bana úr Hamrinum 6. júlí 1847.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.