„Guðlaug Ingveldur Bergþórsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðlaug Ingveldur Bergþórsdóttir''' húsfreyja í Njarðvík fæddist 18. nóvember 1908 í Svaðkoti og lést 4. apríl 1985. <br> Foreldrar hennar voru Bergþór Björ...) |
m (Verndaði „Guðlaug Ingveldur Bergþórsdóttir“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 5. júlí 2015 kl. 21:28
Guðlaug Ingveldur Bergþórsdóttir húsfreyja í Njarðvík fæddist 18. nóvember 1908 í Svaðkoti og lést 4. apríl 1985.
Foreldrar hennar voru Bergþór Björnsson, síðar bóndi í Austari Krókum á Flateyjardal, S-Þing., f. 4. september 1882, d. 18. febrúar 1957 og barnsmóðir hans Guðrún Guðný Jónsdóttir, þá í Svaðkoti, f. 10. janúar 1873, d. 9. september 1957.
Hálfbróðir Guðlaugar Ingveldar var Guðjón Jónsson rakari, f. 1912, d. 1998.
Móðurmóðir Guðlaugar Ingveldar var Guðrún Bergsdóttir, húsfreyja í Hallgeirsey, en dvaldi í Svaðkoti síðustu æviár sín.
Móðursystkini Guðlaugar Ingveldar í Eyjum voru:
1. Steinvör Jónsdóttir húsfreyja í Nýjabæ.
2. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Svaðkoti og síðan í Suðurgarði
3. Jón Jónsson öryrki í Svaðkoti og síðan í Nýjabæ.
Guðlaug Ingveldur var fóstruð í Svaðkoti og síðan í Suðurgarði hjá Ingibjörgu móðursystur sinni og Jóni Guðmundssyni.
Hún fluttist til Suðurnesja, giftist Guðmundi 1933.
Þau bjuggu á Hvoli í Njarðvíkum, eignuðust 6 börn, en misstu eitt barn á 1. ári.
Maður Guðlaugar Ingveldar, (16. desember 1933), var Guðmundur Alfreð Finnbogason sjómaður, fræðimaður frá Hvoli, f. 8. nóvember 1912, d. 19. apríl 1987.
Börn þeirra hér:
1. Stefanía Guðmundsdóttir, f. 28. október 1934 á Hvoli.
2. Guðbjörg Edda Guðmundsdóttir, f. 20. janár 1936 á Hvoli.
3. Finnbogi Geir Guðmundsson, f. 4. október 1937 á Hvoli.
4. Laufey Ósk Guðmundsdóttir, f. 10. september 1940 á Hvoli.
5. Jón Björgvin Guðmundsson, f. 16. desember 1941, d. 27. maí 1942.
6. Jón Már Guðmundsson, f. 16. ágúst 1943.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.