„Bernótus Sigurðsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 25: Lína 25:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Íslendingabók.is.}}
*Íslendingabók.is.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Formenn]]
[[Flokkur: Formenn]]
[[Flokkur: Útgerðarmenn]]
[[Flokkur: Útgerðarmenn]]

Útgáfa síðunnar 3. júní 2015 kl. 15:23

Bernótus Sigurðsson.


Bernótus Sigurðsson, Stakkagerði, fæddist í Landeyjum þann 20. apríl 1884. Bernótus hóf formennsku á Björgvin árið 1908 og var með hann til vertíðarloka árið 1914 en þá lét hann smíða og var með hann til 12. febrúar 1920 þegar hann ferst með allri áhöfn í suðaustan veðri suður af Vestmannaeyjum.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Guðrún Jónasdóttir og Sigurður Þorbjörnsson.

Frekari umfjöllun

Bernótus Sigurðsson formaður og útgerðarmaður í Vestra-Stakkagerði fæddist 23. apríl 1884 og drukknaði 13. febrúar 1920.
Faðir hans var Sigurður bóndi í Selshjáleigu í V-Landeyjum, síðar bóndi og formaður í Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, f. 14. marz 1850 í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu í A-Landeyjum, drukknaði 26. apríl 1893, Þorbjörnsson bónda í Kirkjulandshjáleigu, f. 24. maí 1810 á Brekkum í Hvolhreppi, d. 22. apríl 1901, Jónssonar bónda á Brekkum, f. 1762, d. 12. febrúar 1842, Þorbjörnssonar, og konu hans, Vilborgar húsfreyju, f. 1763, d. 14. febrúar 1843, Jónsdóttur.
Móðir Sigurðar í Selshjáleigu og síðari konu Þorbjarnar í Kirkjulandshjáleigu var Guðrún húsfreyja, f. 6. ágúst 1820, d. 13. mars 1888, Sigurðardóttir bónda á Núpi u. Eyjafjöllum og síðar í Gularáshjáleigu í A-Landeyjum, f. 1792 í Efrirotum u. Eyjafjöllum, d. 3. júlí 1866, Andréssonar, og fyrri konu Sigurðar, Guðrúnar húsfreyju, f. 9. desember 1788, d. 23. mars 1827, Þorkelsdóttur.
Móðir Bernótusar og kona Sigurðar bónda og formanns var Guðrún húsfreyja, síðar á Hæli, f. 10. maí 1855, d. 8. marz 1936 í Eyjum, Jónasdóttir bónda á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. 1. febrúar 1823 á Kúfhól þar, d. 27. október 1885, Jónssonar bónda og hreppstjóra á Önundarstöðum þar, f. á Kirkjulandi, skírður 9. júni 1798, d. 6. október 1831 á Önundarstöðum, Þorsteinssonar, og konu Jóns hreppstjóra, Guðrúnar húsfreyju, f. 12. mars 1795 á Efri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum, d. 8. júlí 1876 í Rimakoti þar, Þorkelsdóttur.
Móðir Guðrúnar á Hæli og kona Jónasar bónda á Kirkjulandi var Guðrún húsfreyja, f. 4. ágúst 1825, d. 23. febrúar 1899, Þorkelsdóttir bónda á Ljótarstöðum í A-Landeyjum, f. á Ljótarstöðum, skírður 30. mars 1799, d. 15. júlí 1879 þar, Jónssonar, og konu Þorkels, Guðrúnar húsfreyju, f. 23. desember 1803, d. 4. júní 1873, Guðmundsdóttur.

Bræður Bernótusar voru m.a. Sigurður járnsmiður á Hæli, f. 11. maí 1889, d. 25. apríl 1974, og Kári Sigurðsson formaður í Presthúsum, f. 22. júlí 1880, d. 10. ágúst 1925.
Hálfsystir þeirra bræðra (sammæðra) var Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Stað, f. 5. maí 1895, d. 16. mars 1969.

Kona Bernótusar í Stakkagerði var Jóhanna Guðrún Þórðardóttir húsfreyja, f. 2. apríl 1882, d. 3. september 1923.
Barn Bernótusar og Jóhönnu Guðrúnar var
Þórarinn Bernótusson, f. 20. maí 1908, d. 10. ágúst 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.