Kári Sigurðsson (Presthúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Kári Sigurðsson)
Fara í flakk Fara í leit
Kári
Þórunn Pálsdóttir f. 12. nóv. 1879 d. 15.mars 1965. Kári Sigurðsson f. 12. júlí 1880 d. 10. ágúst 1925.
Talið frá vinstri í efstu röð: Guðni, Óskar, Sigurbjörn, Nanna, Rakel, Helga, Jón, Ingileif, Karl, Kári og Svala.
Presthús

Kári Sigurðsson, Presthúsum, fæddist að Selshjáleigu í V-Landeyjum 12. júlí 1880 og lézt 10. ágúst 1925.

Ætt og uppruni

Foreldrar Kára voru Sigurður bóndi í Selshjáleigu í V-Landeyjum, síðar bóndi og formaður í Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, f. 14. marz 1850 í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu í A-Landeyjum, drukknaði 26. apríl 1893, Þorbjarnar bónda í Kirkjulandshjáleigu, f. 1810, d. 1901, Jónssonar og síðari konu Þorbjarnar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1820, d. 1888, Sigurðar bónda í Gularáshjáleigu, Andréssonar. Móðir Kára og kona Sigurðar bónda og formanns var Guðrún húsfreyja, f. 10. maí 1855, d. 8. marz 1936 í Eyjum, Jónasar bónda á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. 1. febrúar 1823, d. 27. október 1885, Jónssonar og konu Jónasar bónda, Guðrúnar húsfreyju, f. 4. ágúst 1825, d. 23. febrúar 1899, Þorkelsdóttur.
Bræður Kára voru Sigurður járnsmiður á Hæli, f. 11. maí 1889, d. 25. apríl 1974, og Bernótus í Stakkagerði.
Hálfsystir þeirra bræðra (sammæðra) var Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Stað, f. 5. maí 1895, d. 16. mars 1969.

Lífsferill

Kári var „afburða duglegur og þótti einhver besti sláttumaður í Landeyjum“ (ÞE). Hann var um skeið formaður á Björgu við Landeyjasand, en í Eyjum byrjaði hann formennsku á Heklu árið 1914 og var formaður á henni til 1918. Eftir það var hann með Kap, Marz og fleiri báta fram til ársins 1925 þegar hann lést.

Fjölskylda

Kona Kára (1902) var Þórunn Pálsdóttir, f. 1879.
Börn: Sjá Þórunni.


Heimildir

  • Víglundur Þór Þorsteinsson tók saman ætt og uppruna.
  • Manntal 1910 og 1920.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Valgeir Sigurðsson og fleiri. Landeyingabók, Austur-Landeyjar. Gunnarshólmi: Austur-Landeyjahreppur, 1999.
  • Þorsteinn Einarsson kennari, íþróttafulltrúi: Þórunn Pálsdóttir, minning. Morgunblaðið 23. marz 1965.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.