„Árni Einarsson (Miðhúsum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Árni Einarsson''' vinnumaður fæddist 15. júlí 1837 á Loftsölum í Mýrdal og lést 30. maí 1875.<br> Foreldrar hans voru Einar Jónsson bóndi á Loftsölum, f. 1790, d. 9....) |
m (Verndaði „Árni Einarsson (Miðhúsum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 9. apríl 2015 kl. 18:44
Árni Einarsson vinnumaður fæddist 15. júlí 1837 á Loftsölum í Mýrdal og lést 30. maí 1875.
Foreldrar hans voru Einar Jónsson bóndi á Loftsölum, f. 1790, d. 9. júlí 1859 á Loftsölum, og kona hans Kristín Árnadóttir húsfreyja, f. 10. september 1815 í Hrífunesi í Skaftártungu, á lífi 1873.
Árni var með foreldrum sínum til ársins 1859 og með móður sinni til 1862, en þá fluttist hann að Garðinum.
Hann var vinnumaður á Miðhúsum hjá Sesselju Helgadóttur ekkju 1864, hjá Helga Jónssyni þar 1865, hjá Erlendi Sigurðssyni á Fögruvöllum
1866-1867.
Árni var vinnumaður hjá Vigfúsi bróður sínum á Miðhúsum 1868-1869 og þar var Kristín móðir hans með honum.
1870-1871 var hann vinnumaður í Stóra-Gerði, en móðir hans var „sjálfrar sín “ í Götu.
Hann var vinnumaður á Vilborgarstöðum 1872, á Löndum 1873, á Miðhúsum 1874 og þar lést hann 1875 úr lungnabólgu.
Árni var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.