Erlendur Sigurðsson (Fögruvöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Erlendur Sigurðsson tómthúsmaður á Fögruvöllum og húsmaður á Kirkjubæ fæddist 16. mars 1841 í Teigssókn og lést 10. desember 1873 á Kirkjubæ.
Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi á Vatnshól í A-Landeyjum, f. á Bjólu í Djúpárhreppi, skírður 25. mars 1804, drukknaði 1843, og barnsmóðir hans Sólveig Halldórsdóttir, síðar húsfreyja á Rauðsbakka u. Eyjafjöllum, f. 3. júlí 1820, d. 26. ágúst 1894.

Erlendur var hjá móðurföður sínum Halldóri Guðmundssyni og síðari konu hans á Hann var vinnumaður í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum 1855 og fluttist þaðan að Ofanleiti 1856, var vinnumaður í Norðurgarði 1857-1863, og þar var Geirlaug vinnukona 1859-1862.
Kúfhóli í A-Landeyjum 1845 og 1850.

Geirlaug ól þeim andvana sveinbarn á Ofanleiti 1863.
1864 voru þau tómthúsfólk á Fögruvöllum.
Þau giftu sig 1865, búandi á Fögruvöllum. Á því ári fæddist Þorsteinn og Guðmundur 1868. Þau bjuggu áfram á Fögruvöllum til ársins 1871, er þau urðu húsfólk á Kirkjubæ. Þar voru þau til 1873, er Erlendur lést úr limafallssýki (holdsveiki).
Erlendur var í Herfylkingunni.

Kona Erlendar, (13. október 1865), var Geirlaug Þorsteinsdóttir, f. 27. júlí 1834, d. 22. mars 1919.
Börn þeirra hér:
1. Andvana sveinbarn, f. 9. desember 1863.
2. Þorsteinn Erlendsson, f. 7. ágúst 1865, „léttadrengur frá Jómsborg“, hrapaði úr Hamrinum 9. júlí 1880.
3. Guðmundur Erlendsson, f. 16. september 1868, drukknaði með Bjarna í Svaðkoti og þrem öðrum 16. júní 1883.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.