„Blik 1960/Nöjsomhed“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 50: Lína 50:
Nöjsomhed með fjölskyldu sína, konu, 3 börn, móður sína og tvö vinnuhjú. Fjölskyldan flutti frá Uppsölum, og var Jón þá á 1. árinu. Þessi fjölskylda bjó á aðalhæð hússins, en á lofti vermenn. Loftið var að mestu einn geimur en þó var þar þiljað af smáherbergi handa bústýru vermanna. Þar svaf hún. <br>
Nöjsomhed með fjölskyldu sína, konu, 3 börn, móður sína og tvö vinnuhjú. Fjölskyldan flutti frá Uppsölum, og var Jón þá á 1. árinu. Þessi fjölskylda bjó á aðalhæð hússins, en á lofti vermenn. Loftið var að mestu einn geimur en þó var þar þiljað af smáherbergi handa bústýru vermanna. Þar svaf hún. <br>
[[Helga Guðmundsdóttir (Nöjsomhed)|Helga Guðmundsdóttir]], móðir Jóns Gíslasonar, missti mann sinn, Gísla Gíslason, nokkru fyrir aldamót. Eftir það bjó hún í húsinu með börn sín nokkur ár, líklega til 1901 eða 1902. <br>
[[Helga Guðmundsdóttir (Nöjsomhed)|Helga Guðmundsdóttir]], móðir Jóns Gíslasonar, missti mann sinn, Gísla Gíslason, nokkru fyrir aldamót. Eftir það bjó hún í húsinu með börn sín nokkur ár, líklega til 1901 eða 1902. <br>
Árið 1908 býr [[Ingimundur Árnason (Steinmóðshúsi)|Ingimundur Árnason]] í Nöjsomhed með bústýru sinni [[Pálína Einarsdóttir (Götu)|Pálínu Einarsdóttur]]. Þau áttu tvö börn saman, [[Pálína Ingimundardóttir (Götu)|Pálínu]] og [[Enok Ingimundarson|Enok]]. Þessi fjölskylda býr þar fram á árið 1911. Það ár er húsið rifið. Höfðu þá tveir menn í Eyjum keypt Nöjsomhed til niðurrifs. Það voru þeir [[Kristmann Þorkelsson]], verzlunarmaður, og [[Bergur Jónsson  (Stafholti)|Bergur Jónsson]]. Þeir reistu svo tveggja íbúða hús, þar sem Nöjsomhed hafði staðið og kölluðu það [[Stafholt]] [[Víðisvegur|(Víðisvegur7)]]. <br>
Árið 1908 býr [[Ingimundur Árnason (Steinmóðshúsi)|Ingimundur Árnason]] í Nöjsomhed með bústýru sinni [[Pálína Einarsdóttir (Götu)|Pálínu Einarsdóttur]]. Þau áttu tvö börn saman, [[Pálmi Kristinn Ingimundarson|Pálma]]¹) og [[Enok Ingimundarson|Enok]]. Þessi fjölskylda býr þar fram á árið 1911. Það ár er húsið rifið. Höfðu þá tveir menn í Eyjum keypt Nöjsomhed til niðurrifs. Það voru þeir [[Kristmann Þorkelsson]], verzlunarmaður, og [[Bergur Jónsson  (Stafholti)|Bergur Jónsson]]. Þeir reistu svo tveggja íbúða hús, þar sem Nöjsomhed hafði staðið og kölluðu það [[Stafholt]] [[Víðisvegur|(Víðisvegur 7)]]. <br>
Bergur Jónsson bjó í austurhluta hússins, sem var eignarhluti hans. Þennan enda hússins keypti [[Júlíus Jónsson (múrarameistari)|Júlíus Jónsson]] múrarameistari árið 1921. Nokkru áður hafði [[Gunnsteinn Eyjólfsson]] keypt eignarhluta Kristmanns  Þorkelssonar, vesturendann, eftir að [[Þorkell Eiríksson (Stfholti)|Þorkell]] faðir Kristmanns dó, en Kristmann og þau hjón höfðu upprunalega byggt sinn hluta af Stafholti handa foreldrum hans. <br>
Bergur Jónsson bjó í austurhluta hússins, sem var eignarhluti hans. Þennan enda hússins keypti [[Júlíus Jónsson (múrarameistari)|Júlíus Jónsson]] múrarameistari árið 1921. Nokkru áður hafði [[Gunnsteinn Eyjólfsson]] keypt eignarhluta Kristmanns  Þorkelssonar, vesturendann, eftir að [[Þorkell Eiríksson (Stafholti)|Þorkell]] faðir Kristmanns dó, en Kristmann og þau hjón höfðu upprunalega byggt sinn hluta af Stafholti handa foreldrum hans. <br>
Bergur og Kristmann greiddu kr. 400,00 fyrir Nöjsomhed. <br>
Bergur og Kristmann greiddu kr. 400,00 fyrir Nöjsomhed. <br>
Grunnflötur Nöjsomhed var 13x9 álnir eða 8,16x5,65 metrar, þ.e. 46,1 fermetri. Enginn kjallari var undir húsinu, en hátt þak eins og myndin sýnir. Gluggar voru litlir, og þó alveg sérstaklega á þakhæð. <br>
Grunnflötur Nöjsomhed var 13x9 álnir eða 8,16x5,65 metrar, þ.e. 46,1 fermetri. Enginn kjallari var undir húsinu, en hátt þak eins og myndin sýnir. Gluggar voru litlir, og þó alveg sérstaklega á þakhæð. <br>
Þetta hús urðu sem sé tvær embættismannafjölskyldur í Vestmannaeyjum að láta sér nægja eða gera sér að góðu til sameiginlegra afnota um fjölda ára á síðustu öld. <br>
Þetta hús urðu sem sé tvær embættismannafjölskyldur í Vestmannaeyjum að láta sér nægja eða gera sér að góðu til sameiginlegra afnota um fjölda ára á síðustu öld. <br>
Á austurgafli hússins voru aðaldyr. Gegnt útidyrum þar voru eldhúsdyr inn af litlum gangi eða forstofu. En til hægri hliðar í gangkitru þessari lá stiginn upp á loftið, mjór og brattur. <br>
Á austurgafli hússins voru aðaldyr. Gegnt útidyrum þar voru eldhúsdyr inn af litlum gangi eða forstofu. En til hægri hliðar í gangkitru þessari lá stiginn upp á loftið, mjór og brattur. <br>
   
<small>¹) Heimaslóð, leiðr.: Pálmi fyrir Pálínu. Þau eignuðust einnig Þórararin, sem lést á fyrsta ári 1906. Auk þess var hjá þeim [[Einar Valdimar Jónasson]] sonur Pálínu.</small>   




{{Blik}}
{{Blik}}

Útgáfa síðunnar 6. apríl 2015 kl. 14:18

Efnisyfirlit 1960




Nöjsomhed


Saga hússins í stuttu máli


ctr
„Nöjsomhed“, hinn konunglegi embættismannabústaður í Vestmannaeyjum.
Suðurhlið og vesturgafl. (Teikninguna gerði Engilbert Gíslason).


Samkvæmt konunglegri tilskipan 6. júlí 1827 var stofnað læknisembætti í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjalæknar voru skipaðir til 6 ára í senn samkvæmt tilskipaninni. Fyrsti læknirinn, sem skipaður var í Vestmannaeyjum, hét C. Lund. Kona hans hét Anna Lovise Lund og var 5 árum eldri en maður hennar. Árið 1828 fluttust þau frá Danmörku til Íslands og settust að í Kornhól (eða Danska Garði, eins og hann annars hét) í Vestmannaeyjum með 2 börn sín, pilt og stúlku. Það ár bjuggu í Kornhól alls 27 manns. Þar var þó ekki hátt til lofts eða vítt til veggja á mælikvarða nútímans, enda þrengsli þar mjög mikil. Þarna bjuggu hjónin til haustsins 1831, en þá andaðist Lund læknir. Fluttist þá ekkjan til Danmerkur með börnin.
Danski Garður eða Kornhóll var annars bústaður danska selstöðukaupmannsins í Eyjum og starfsliðs hans. Meðan stjórnin átti engan sérstakan embættisbústað í Eyjum handa trúnaðar- og starfsmönnum sínum, þótti það sjálfsögð skylda selstöðukaupmannsins danska að skjóta skjólshúsi yfir embættismenn stjórnarinnar, væri þess nokkur kostur.
Árið 1821 var danskur maður skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum. Sá hét Johan Nikolai Abel. Einnig hann bjó í Kornhól með fjölskyldu sína.
Nú var svo komið fyrir embættismönnum dönsku stjórnarinnar í Eyjum, að þeir voru „á götunni“, svo að ekki varð hjá því komizt lengur að byggja hús yfir þá. Það var gert árið 1833 og hlaut nafnið Nöjsomhed, sem þýðir nægjusemi.
Embættismannabústaður þessi stóð, þar sem Stafholt (Víðisvegur 7) stendur nú.
Eftir að Lund læknir féll frá, skipaði stjórnin annan lækni í Vestmannaeyjum, og hét hann Carl H.U. Balbroe. Kona hans hét Margrét Eleonore Balbroe, f. Koefod.
Þau settust að í Nöjsomhed.
Fyrsta árið var húsið kallað eftir íbúunum og nefnt Doctorshúsið. Læknishjónin munu hafa gefið því nafnið Nöjsomhed.
Brátt flutti sýslumannsfjölskyldan einnig í þetta hús. Þar bjó svo Abel sýslumaður meðan hann hélt embættinu í Eyjum eða til ársins 1852.
Árið 1839 bjó þó enginn í húsinu. Þá hafði Balbroe læknir lokið starfstíma sínum í Eyjum, sem var 6 ár, eins og áður er getið, og flutzt af landinu. Það ár dvaldist Abel sýslumaður einnig erlendis.
Árið 1840 hafði nýr læknir verið skipaður í Vestmannaeyjum. Sá hét A.Iversen Haaland, 26 ára gamall. Hann settist að í Nöjsomhed og var „einn síns liðs“. Hann hafði því þjónustustúlku til að þrífa íbúðina, þjóna sér og matreiða. Fyrsta árið var það Jórunn Jónsdóttir prests Austmanns, þá 19 ára. Haaland læknir hafði ent sinn embættistíma í Eyjum árið 1845 og hvarf þá aftur til Danmerkur. Svo gerði einnig Abel sýslumaður 1852, er hann lét af embætti í Vestmannaeyjum. Árið 1852—1853 fékk J.Th. Christensen kaupmaður inni í Nöjsomhed með fjölskyldu sína.
Árið 1852 gerðist séra Brynjólfur Jónsson aðstoðarprestur eða ábyrgðarkapellán í Vestmannaeyjum samkvæmt bréfi amtmanns og biskups dags. 18. sept. 1852. Þá fluttist séra Brynjólfur Jónsson til Eyja norðan úr Skagafirði og fékk inni í Stakkagerði. Árið eftir giftist hann Ragnheiði Jónsdóttur Salomonssonar, kaupm. í Kúvíkum, og settust ungu prestshjónin þá að í Nöjsomhed. Séra Brynjólfur mun þá bráðlega hafa keypt húsið af dönsku stjórninni. Prestshjónin bjuggu síðan í húsinu þar til þau fluttust að Ofanleiti 1860, er séra Brynjólfur hafði fengið veitingu fyrir brauðinu eftir lát séra Jóns J. Austmanns sóknarprests, (d. 1855).
Árið 1860 var Stefán H. Thordersen settur sýslumaður í Vestmannaeyjum. Hann bjó í Nöjsomhed þau ár, sem hann dvaldist við embættið. Stefán varð síðar prestur í Eyjum eftir séra Brynjólf Jónsson, eða árin 1885—1889, er hann lézt.
Með kaupbréfi dags. 31. maí 1861 selur séra Brynjólfur hinum danska kaupmanni, N.N. Bryde, Nöjsomhed. Söluverðið var 460 ríkisdalir. Árið 1842 var húsið metið á 600 ríkisdali.
Eftir Johan Nikolai Abel sýslumann tók hinn nafnkunni hugsjóna- og framfaramaður Bjarni Einar Magnússon við Vestmannaeyjasýslu. Það var 6. júní 1861. Bjarni sýslumaður settist að í Nöjsomhed með fjölskyldu sína, en hann var tengdasonur Bjarna Thorarensen skálds og amtmanns.
Bjarni E. Magnússon bjó í Nöjsomhed öll sín sýlumannsár í Eyjum, eða frá 1861—1871, alls 11 ár, leigjandi Brydeverzlunar.
Sýslumannsfjölskyldunni leið ekki að öllu leyti vel í Nöjsomhed.
Upprunalega hafði húsið ekki verið vel byggt. T.d. var pappalaus klæðning á sperrum og spónn lagður á ber þakborðin. Bryde kaupmaður kærði sig ekki um að halda húsinu við sökum þess, að hann ætlaði sér að rífa húsið þá og þegar.
1866, 5. júní, skrifaði Bjarni sýslumaður bréf til dómsmálaráðuneytisins í Kaupmannahöfn. Kvartar hann þar sáran undan því að búa í Nöjsomhed, sem sé svo lélegt til íbúðar, að það haldi hvorki vindi né vatni, eins og sýslumaður kemst að orði. Í þessu bréfi segist sýslumaður engin önnur ráð hafa en að byggja sér bústað í Vestmannaeyjum, ef hann eigi að verða þar lengur embættismaður. — Í bréfi þessu sækir sýslumaður um 800 ríkisdala lán til þess að reisa sér embættisbústað í Eyjum. Óskar hann þess, að lán þetta verði veitt til 28 ára með jöfnum afborgunum og býðst til þess að greiða 6% af láninu í vexti. Skyldu sýslumenn í Eyjum hver eftir annan skyldaðir til að halda húsinu við. Hefur þá sýslumaður gert ráð fyrir, að stjórnin keypti hið fyrirhugaða hús eftir hans dag, eða ef hann flytti úr Eyjum, og gerði það að föstu sýslumannasetri.
Um haustið 1866 fékk sýslumaður séra Brynjólf Jónsson, sóknarprest til þess að mæla með lánbeiðninni. Honum hefur verið það ljóst, hversu stjórnarvöldin mátu mikils orð séra Brynjólfs og meðmæli.
Litla áheyrn mun sýslumaður hafa fengið varðandi lánið, enda fluttist hann burt úr Eyjum að 5 árum liðnum (1871) til ómetanlegs tjóns lífsafkomu og menningu Eyjaskeggja. Sýslumaður fékk þá Húnavatnssýslu. Þar mun hafa verið betur að honum og fjölskyldu hans búið.
Árin 1872 og 1873 býr enginn heimilisfastur Eyjabúi í Nöjsomhed, en líkur eru til, að húsið hafi þá verið leigt vermönnum af landi á vetrarvertíðum a.m.k.
Árið 1874 flytur Gísli Bjarnasen, verzlunarstjóri, í Nöjsomhed og býr þar um eins árs skeið með hina fjölmennu fjölskyldu sína og starfslið, alls 13 manns.
Árið 1875 verður Nöjsomhed aftur sýslumannssetur. Þremur árum áður (1872) hafði Daninn Michael Marius Ludvig Aagaard verið skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum. Hann tók þannig við sýslunni af Bjarna E. Magnússyni.
Aagaard sýslumaður fluttist sem sé í Nöjsomhed árið 1875 með konu sína og þjónustustúlku. Sýslumaður hefur að öllum líkindum kvartað sáran yfir því við dönsk stjórnarvöld að verða að hýrast í þessu gamla húsi, sem lítið eða ekkert hafði verið lagfært eða endurbætt, síðan Bjarni sýslumaður, fyrirrennari hans, bjó þar. Og nú lét stjórnin undan kvörtunum, enda var það danskur borgari og sýslumaður, sem kvartaði sáran undan húsnæðishrakinu í Eyjum og heilsuspillandi híbýlum. Stjórnin sýndi nú rögg af sér og lét byggja nýjan sýslumannsbústað í Vestmannaeyjum. Honum var valinn staður vestur í heiðinni milli Landlystar og Landakirkju. Sýslumannsbústaðurinn nýi hlaut mikið og frægt nafn úr sögunni. Uppsalir skyldi hann heita. Enn kannast allir Eyjabúar við það húsnafn. Í Uppsali flutti svo Aagaard sýslumaður árið sem húsið var fullgert, 1877, úr Nöjsomhed.
Nöjsomhed stóð nú auð og tóm nema hvað vermenn ,,af landi“, þ.e.a.s. skipshafnir frá byggðum Suðurlandshéraðanna fengu þar inni á vetrarvertíðum.
„Enginn veit sína ævina fyrr en öll er,“ segir máltækið. Svo var um gömlu Nöjsomhed. Haustið 1880 stofnaði sýslunefnd Vestmannaeyja fastan barnaskóla í kauptúninu. Drepið er á tildrögin að því merka framtaki í menningarmálum Eyjabúa á öðrum stað hér í ritinu. Það varð úr, að sýslunefndin varð að gera sér að góðu húsnæði í Nöjsomhed handa barnaskólanum. Skólinn hafði til afnota stóra stofu í norðurhluta aðalhæðar. Þar var gengið inn um dyr á norðvesturhorni hússins. Þessar dyr sjást á myndinni af Nöjsomhed, sem birt er yfir þessu greinarkorni.
Barnaskólinn starfaði í Nöjsomhed í 4 ár, 1880—1884. Enginn hafði fastan bústað í húsinu þau árin, enda þótt skólinn hefði ekki til afnota nema nokkurn hluta þess. En flest eða öll þessi ár og mörg síðar var vermönnum af landi, skipshöfnum, er hér lágu við á vetrarvertíðum, leigt húsaskjól í Nöjsomhed. Sérstaklega mun lofthæð hússins hafa verið leigð vermönnum.
Árið 1888 flytur Gísli snikkari Gíslason, faðir hins góðkunna Jóns á Ármóti hér, í Nöjsomhed með fjölskyldu sína, konu, 3 börn, móður sína og tvö vinnuhjú. Fjölskyldan flutti frá Uppsölum, og var Jón þá á 1. árinu. Þessi fjölskylda bjó á aðalhæð hússins, en á lofti vermenn. Loftið var að mestu einn geimur en þó var þar þiljað af smáherbergi handa bústýru vermanna. Þar svaf hún.
Helga Guðmundsdóttir, móðir Jóns Gíslasonar, missti mann sinn, Gísla Gíslason, nokkru fyrir aldamót. Eftir það bjó hún í húsinu með börn sín nokkur ár, líklega til 1901 eða 1902.
Árið 1908 býr Ingimundur Árnason í Nöjsomhed með bústýru sinni Pálínu Einarsdóttur. Þau áttu tvö börn saman, Pálma¹) og Enok. Þessi fjölskylda býr þar fram á árið 1911. Það ár er húsið rifið. Höfðu þá tveir menn í Eyjum keypt Nöjsomhed til niðurrifs. Það voru þeir Kristmann Þorkelsson, verzlunarmaður, og Bergur Jónsson. Þeir reistu svo tveggja íbúða hús, þar sem Nöjsomhed hafði staðið og kölluðu það Stafholt (Víðisvegur 7).
Bergur Jónsson bjó í austurhluta hússins, sem var eignarhluti hans. Þennan enda hússins keypti Júlíus Jónsson múrarameistari árið 1921. Nokkru áður hafði Gunnsteinn Eyjólfsson keypt eignarhluta Kristmanns Þorkelssonar, vesturendann, eftir að Þorkell faðir Kristmanns dó, en Kristmann og þau hjón höfðu upprunalega byggt sinn hluta af Stafholti handa foreldrum hans.
Bergur og Kristmann greiddu kr. 400,00 fyrir Nöjsomhed.
Grunnflötur Nöjsomhed var 13x9 álnir eða 8,16x5,65 metrar, þ.e. 46,1 fermetri. Enginn kjallari var undir húsinu, en hátt þak eins og myndin sýnir. Gluggar voru litlir, og þó alveg sérstaklega á þakhæð.
Þetta hús urðu sem sé tvær embættismannafjölskyldur í Vestmannaeyjum að láta sér nægja eða gera sér að góðu til sameiginlegra afnota um fjölda ára á síðustu öld.
Á austurgafli hússins voru aðaldyr. Gegnt útidyrum þar voru eldhúsdyr inn af litlum gangi eða forstofu. En til hægri hliðar í gangkitru þessari lá stiginn upp á loftið, mjór og brattur.
¹) Heimaslóð, leiðr.: Pálmi fyrir Pálínu. Þau eignuðust einnig Þórararin, sem lést á fyrsta ári 1906. Auk þess var hjá þeim Einar Valdimar Jónasson sonur Pálínu.