„Nikolína Ottadóttir (Hólshúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:
Hún giftist Vigfúsi Jónssyni í [[Hólshús]]i 1858 (mt 1910). Hann lést 1867.<br>
Hún giftist Vigfúsi Jónssyni í [[Hólshús]]i 1858 (mt 1910). Hann lést 1867.<br>
Hún var ekkja í Hólshúsi 1870 með börn þeirra, Sigurð 8 ára, Kristínu 9 ára  og Dagbjart 5 ára.<br>
Hún var ekkja í Hólshúsi 1870 með börn þeirra, Sigurð 8 ára, Kristínu 9 ára  og Dagbjart 5 ára.<br>
Við manntal 1880 var hún 47 ára bústýra hjá Ögmundi Jónssyni á [[Lönd]]um og bústýra hjá honum á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] 1890, hjú hjá [[Anna Sigríður Árnadóttir Johnsen|Önnu Sigríði Árnadóttur]] í [[Frydendal]] 1901 og lausakona á ellistyrk og stundaði tóvinnu á [[Vesturhús]]um 1910.<br>
Við manntal 1880 var hún 47 ára bústýra hjá [[Ögmundur Jónsson (Löndum)|Ögmundi Jónssyni]] á [[Lönd]]um og bústýra hjá honum á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] 1890, hjú hjá [[Anna Sigríður Árnadóttir Johnsen|Önnu Sigríði Árnadóttur]] í [[Frydendal]] 1901 og lausakona á ellistyrk og stundaði tóvinnu á [[Vesturhús]]um 1910.<br>
Nikolína lést 1912.<br>
Nikolína lést 1912.<br>



Útgáfa síðunnar 10. mars 2015 kl. 13:28

Nikolína Ottadóttir húsfreyja í Hólshúsi fæddist 12. júní 1832 í Eyjum og lést 21. apríl 1912.
Foreldrar hennar voru Otti Jónsson verslunarmaður og húsmaður í Ottahúsi, f. 2. febrúar 1790, d. 29. desember 1841, og sambýliskona hans Sigríður Nikulásdóttir húskona í Beykishúsi (Ottahúsi), f. 12. nóvember 1788, d. 16. maí 1859.
Nikolína var með móður sinni og föður í Beykishúsi 1840, fór frá Eyjum að Selalæk á Rangárvöllum 1842, var tökubarn hjá Runólfi móðurbróður sínum á Brekkum í Holtum 1845, vinnukona á Brekkum 1850 og 1855, 29 ára vinnukona á Skíðbakka í A-Landeyjum 1860.
Hún giftist Vigfúsi Jónssyni í Hólshúsi 1858 (mt 1910). Hann lést 1867.
Hún var ekkja í Hólshúsi 1870 með börn þeirra, Sigurð 8 ára, Kristínu 9 ára og Dagbjart 5 ára.
Við manntal 1880 var hún 47 ára bústýra hjá Ögmundi Jónssyni á Löndum og bústýra hjá honum á Vilborgarstöðum 1890, hjú hjá Önnu Sigríði Árnadóttur í Frydendal 1901 og lausakona á ellistyrk og stundaði tóvinnu á Vesturhúsum 1910.
Nikolína lést 1912.

Maður Nikolínu var Vigfús Jónsson tómthúsmaður í Hólshúsi, f. 6. október 1822, d. í apríl 1867.
Börn þeirra hér:
1. Sigríður Vigfúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. september 1862.
2. Friðrik Vigfússon, f. 4. apríl 1864, d. 14. apríl 1864 úr ginklofa.
3. Dagbjartur Vigfússon (Anderson), f. 7. september 1865. Hann var vinnumaður í Stóra Gerði 1890, fluttist til Vesturheimns og var hermaður í kanadíska hernum í fyrri heimstyrjöldinni.


Heimildir