Sigríður Vigfúsdóttir (Hólshúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Vigfúsdóttir frá Hólshúsi fæddist 6. september 1862 og lést 8. júlí 1929.
Foreldrar hennar voru Vigfús Jónsson tómthúsmaður í Hólshúsi, f. 6. október 1822, d. í apríl 1867 og síðari kona hans Nikolína Ottadóttir, f. 12. júní 1830, d. 21. apríl 1912.

Faðir Sigríðar lést, er hún var á 5. ári. Hún var með móður sinni í Hólshúsi í lok árs 1867-1870.
Hún var niðursetningur á Fögruvöllum 1871-1873, í Gvendarhúsi 1874, á Fögruvöllum 1875, í Sjólyst 1876, í Mandal 1877-1878, léttastúlka í Fagurlyst 1879-1880, vinnukona á Vilborgarstöðum 1881, í Jónshúsi 1884, í Dölum 1886, í Stóra-Gerði 1890.
Sigríður fór til Austfjarða 1896 frá Godthaab, fluttist til Reykjavíkur 1897 frá Eyjum.

Hún var bústýra Sigurgeirs á Laugavegi 61B 1901, barnlaus.
Þau Sigurgeir giftu sig 1907, höfðu þá eignast 3 börn og misst 2 þeirra.
Sigurgeir lést 1912 og Sigurgeira Nikolína dóttir hennar dó 1920, 16 ára.
Sigríður var lausakona, leigjandi á Laugavegi 60 1920.
Hún lést 1929.

I. Maður hennar, (1907), var Sigurgeir Ólafsson sjómaður úr Útskálasókn, f. 30. september 1875, d. 23. febrúar 1912.
Börn þeirra hér
1. Ólöf Sigurgeirsdóttir, f. 6. apríl 1902, d. 7. apríl 1902.
2. Sigurgeira Nikolína Sigurgeirsdóttir, f. 14. júní 1904, d. 18. júlí 1920.
3. Sófus Ólafur Sigurgeirsson, f. 17. september 1906, d. 15. október 1906.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.