„Árni Einarsson (Vilborgarstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 23: Lína 23:
2. Sigurður Árnason, f. 19. maí 1850, d. 19. september 1853.<br>
2. Sigurður Árnason, f. 19. maí 1850, d. 19. september 1853.<br>
3. [[Einar Árnason |Einar Árnason]] verslunarmaður í Rvk, f. 16. október 1852, d. 16. mars 1923.<br>
3. [[Einar Árnason |Einar Árnason]] verslunarmaður í Rvk, f. 16. október 1852, d. 16. mars 1923.<br>
4. Sigurður Árnason, f. 16. desember 1853, d. 19. september 1853 úr „barnaveiki“.<br>
4. Sigurður Árnason, f. 16. desember 1853, d. 28. desember 1853 úr ginklofa.<br>
5. [[Jón Árnason |Jón Árnason]] kaupmaður í Rvk, f. 24. maí 1855, d. 10. janúar 1933.<br>
5. [[Jón Árnason |Jón Árnason]] kaupmaður í Rvk, f. 24. maí 1855, d. 10. janúar 1933.<br>
6. [[Sigfús Árnason]] tónlistarmaður, alþingismaður, f. 10. september 1856, d. 5. júni 1922.<br>
6. [[Sigfús Árnason]] tónlistarmaður, alþingismaður, f. 10. september 1856, d. 5. júni 1922.<br>

Útgáfa síðunnar 14. ágúst 2014 kl. 22:07

Árni og Guðfinna.

Árni Einarsson bóndi, smiður, bátsformaður, meðhjálpari, hreppstjóri og alþingismaður á Vilborgarstöðum fæddist 12. júní 1824 á Vilborgarstöðum og lést 19. febrúar 1899.
Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson bóndi, f. 1769, d. 18. mars 1852, og kona hans Vigdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1781, d. 8. maí 1854.

Systkini Árna voru 16. Þau, sem lifðu frumbernskuna, voru:
1. Guðmundur Einarsson, f. 1804, d. 2. september 1822 úr landfarsótt.
2. Sigurður Einarsson klénsmiður, (þ.e. málmsmiður), sjávarbóndi, f. 10. júní 1806.
3. Kristín Einarsdóttir húsfreyja í Nýjabæ, f. 5. nóvember 1817, d. 6. október 1899.

Árni ólst upp með fjölskyldu sinni. Hann varð bóndi á Vilborgarstöðum, hreppstjóri og kjörinn varaþingmaður fyrir Vestmannaeyjar 1861.
Hann var mikill jarðræktarmaður og gerði sínum hluta Vilborgarstaðajarðarinnar til góða.
Smiður var hann og stundaði nokkuð húsasmíðar.
Hann var bátsformaður og hélt til haga fræðum um fiskimið við Eyjar.
Flokksforingi var hann í Herfylkingunni. Korði hans er varðveittur á Byggðasafninu.
Á Alþingi var hann kunnastur fyrir vinnu sína að afnámi svokallaðs festugjalds á jörðum, sem var íþyngjandi almennum bændum. (Sjá nánar Sögu Vestmannaeyja: II.295, Festugjald).

Árni var sæmdur heiðurspeningi sem ætlaður var „íslenskum dugnaðarmönnum“.

Kona Árna, (15. nóvember 1848), var Guðfinna Jónsdóttir Austmann húsfreyja, f. 1823, d. 7. apríl 1897.
Börn þeirra hér:
1. Ólöf Árnadóttir, f. 29. desember 1848, dó ungbarn.
2. Sigurður Árnason, f. 19. maí 1850, d. 19. september 1853.
3. Einar Árnason verslunarmaður í Rvk, f. 16. október 1852, d. 16. mars 1923.
4. Sigurður Árnason, f. 16. desember 1853, d. 28. desember 1853 úr ginklofa.
5. Jón Árnason kaupmaður í Rvk, f. 24. maí 1855, d. 10. janúar 1933.
6. Sigfús Árnason tónlistarmaður, alþingismaður, f. 10. september 1856, d. 5. júni 1922.
7. Þórdís Magnúsína Árnadóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1859, d. 25. október 1910.
8. Lárus Matthías Árnason lyfsali í Bandaríkjunum, f. 24. júní 1862, d. 14. nóvember 1909.
9. Kristmundur Árnason, f. 2. júní 1863. Hann fór til Vesturheims 1887.
Fóstursonur Árna var sonur Guðfinnu
10. Jóhann J. Johnsen veitingamaður, kaupmaður og bóndi, einn af ættfeðrum Johnsenættarinnar.


Heimildir