„Eyjólfur Hreiðarsson (Vilborgarstöðum)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Eyjólfur Hreiðarsson (Vilborgarstöðum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 21. maí 2014 kl. 13:41
Eyjólfur Hreiðarsson bóndi á Vilborgarstöðum fæddist 1747 og lést 13. september 1827.
Faðir hans var Hreiðar Hreiðarsson, f. um 1721, ekkill á Vilborgarstöðum 1801.
Eyjólfur var bóndi á Vilborgarstöðum, var þar 1794, 1801 og 1816.
Hann var albróðir Árna Hreiðarssonar í Gerði, f. 1743 og samfeðra Ingibjörgu Hreiðarsdóttur á Vilborgarstöðum, f. 1762 og Þórunni Hreiðarsdóttur í Gerði, f. 1765.
I. Fyrri kona Eyjólfs var Elísabet Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1760, d. 6. mars 1809. Hún ól a.m.k. 12 börn, 11 dóu úr ginklofa og eitt fæddist andvana.
Börn þeirra hér:
1. Jón Eyjólfsson, f. í desember 1785, d. 8. janúar 1786 úr ginklofa.
2. Eiríkur Eyjólfsson, f. 6. mars 1787, d. 12. mars 1787 úr ginklofa.
3. Björn Eyjólfsson, f. 4. maí 1788, d. 12. maí 1788 úr ginklofa.
4. Guðmundur Eyjólfsson, f. 26. apríl 1789, d. 4. maí 1789 úr ginklofa.
5. Þóra Eyjólfsdóttir, f. 7. september 1790, d. 13. september 1790 úr ginklofa.
6. Guðrún Eyjólfsdóttir, f. í janúar 1792, d. 23. janúar 1792 úr ginklofa.
7. Rannveig Eyjólfsdóttir, f. 7. apríl 1793, d. 13. apríl 1793 úr ginklofa.
8. Sigríður Eyjólfsdóttir, f. 24. mars 1794, d. 29. mars 1794 úr ginklofa.
9. Guðríður Eyjólfsdóttir, f. 24. júlí 1795, d. 28. júlí 1795 úr ginklofa.
10. Andvana barn, f. 7. september 1796.
11. Ingveldur Eyjólfsdóttir, f. 27. febrúar 1798, d. 6. mars 1798 úr ginklofa.
12. Sigurður Eyjólfsson, f. 18. desember 1801, d. 27. desember 1801 úr ginklofa.
II. Síðari kona Eyjólfs, (29. september 1810), var
Sólrún Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1772 á Oddsstöðum. Hún var sögð 35 ára, en hann 64 ára. Hún var húsfreyja á Vilborgarstöðum 1816, ekkja á Kirkjubæ 1835.
Sólrún var áður gift Ólafi Sigvaldasyni bónda, f. 1762, d. 1. september 1810.
Börn þeirra Eyjólfs hér:
6. Ólafur Eyjólfsson, tvíburi, f. 13. nóvember 1811. Hann hrapaði til bana úr Heimakletti 9. júní 1833.
7. Elísabet Eyjólfsdóttir, tvíburi, f. 13. nóvember 1811, d. 18. nóvember 1811 úr „Barnaveikindum“, líklega ginklofa.
.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.