„Jón Sveinsson (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jón Sveinsson''' sjómaður á Kirkjubæ, fæddist 1799 í Mýrdal og lést 29. október 1847 á Kirkjubæ.<br> Faðir hans var Sveinn vinnumaður í Mýrdal, síð...)
 
m (Verndaði „Jón Sveinsson (Kirkjubæ)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 29. apríl 2014 kl. 21:07

Jón Sveinsson sjómaður á Kirkjubæ, fæddist 1799 í Mýrdal og lést 29. október 1847 á Kirkjubæ.
Faðir hans var Sveinn vinnumaður í Mýrdal, síðar á Keldum á Rangárvöllum, f. 1777, Guðmundsson bónda í Fjósum og Breiðahlíð í Mýrdal, en síðast á Lækjarbakka í Landbroti, f. um 1756, d. 1. janúar 1799, Jónssonar bónda víða í Mýrdal, en síðast bóndi í Fjósum þar, f. 1727, á lífi 1801, Freysteinssonar, og fyrri ókunnrar konu Jóns, f. 1728, á lífi 1762.
Móðir Sveins vinnumanns og kona Guðmundar í Fjósum var Oddný húsfreyja, f. 1752 á Fossi í Mýrdal, Sveinsdóttir bónda á Fossi, f. 1716, Jónssonar og ókunnrar konu Sveins, f. 1720.

Móðir Jóns Sveinssonar og barnsmóðir Sveins vinnumanns var líklega Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 1776 í Mýrdal, síðar húsfreyja á Löndum, kona Narfa Jónssonar sjómanns.

Jón var með móður sinni í Presthúsum í Mýrdal 1801, niðursetningur á Steig þar 1816, á Brekkum 1817-18, sjómaður á Kirkjubæ 1845.
Jón lést 1847.

Jón var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (11. júlí 1829), var Arnbjörg Hallvarðsdóttir húsfreyja, f. 1786, d. 26. febrúar 1837.

II. Barn Jóns með Guðlaugu Sigurðardóttur, sem var hjá honum á Kirkjubæ:
4. Kjartan Jónsson, f. 5. febrúar 1838, d. 14. febrúar 1838 úr ginklofa.

III. Síðari kona Jóns Sveinssonar, (21. september 1838), var Steinunn Einarsdóttir, húsfreyja, f. 1. ágúst 1801, d. 17. júní 1861.
Börn þeirra hér:
1. Þorbjörg Jónsdóttir, f. 18. apríl 1840. Hún finnst ekki síðan skráð lífs né liðin.
2. Sveinn Jónsson, f. 10. apríl 1841, d. 16. apríl 1841 úr ginklofa.
3. Guðmundur Jónsson, f. 8. apríl 1843, d. 13. apríl 1843 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.is.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.