Þorbjörg Sigurðardóttir (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorbjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Löndum fæddist 1776 í Mýrdal og lést 16. mars 1855.

Þorbjörg var vinnukona í Presthúsum í Mýrdal 1801, húsfreyja á Löndum 1828-1836 með Bjarna og síðan með Narfa og var þar enn 1854.
Hún lést 1855.

I. Barnsfaðir Þorbjargar var Sveinn Guðmundsson, f. 1777.
Barn þeirra var
1. Jón Sveinsson sjómaður á Kirkjubæ, f. 1799, d. 29. október 1847.

II. Maður hennar, (18. júní 1823), var Bjarni Þórðarson tómthúsmaður á Löndum, f. 1765, d. 19. desember 1836.
Þau voru barnlaus.

III. Maður Þorbjargar var Narfi Jónsson sjómaður á Löndum, f. 1809, d. 17. febrúar 1860.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.