„Jónína Guðnadóttir (Dölum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jónína Guðnadóttir''' húsfreyja í Haga fæddist 14. maí 1863 í Dölum og lést 18. júní 1930.<br> Foreldrar hennar voru [[Guðni Guðnason (Dölum)|Gu...)
 
m (Verndaði „Jónína Guðnadóttir (Dölum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. apríl 2014 kl. 22:35

Jónína Guðnadóttir húsfreyja í Haga fæddist 14. maí 1863 í Dölum og lést 18. júní 1930.
Foreldrar hennar voru Guðni Guðnason bóndi í Dölum, f. 24. apríl 1828, d. 27. mars 1875, og kona hans Vilborg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1823, d. 6. maí 1903.

Jónína var 7 ára með fjölskyldu sinni í Dölum 1870. Hún var 17 ára vinnukona á Steinsstöðum 1880 og þar var Þórður Hjaltason vinnumaður. Hún var þar enn 1890 með Guðfinn, barn þeirra Þórðar, tveggja ára. Þórður var þar vinnumaður hjá fósturmóður sinni, ekkjunni Þuríði Jónsdóttur.
Þórður hrapaði til bana úr vestanverðu Dalfjalli 1897.
Jónína var í vinnumennsku með Guðfinn með sér. Hún var vinnukona í Langa Hvammi hjá Ágústi Gíslasyni og Guðrúnu Þorsteinsdóttur 1901, leigjandi hjá Sigbirni á Ekru 1910. Þar var Guðfinnur sonur hennar með henni, 22 ára.
Jónína var ógift húsfreyja í Haga 1920. Guðný systir hennar var þar vinnukona, en í Haga bjó líka Guðfinnur sonur hennar með konu sinni Margréti Jóhönnu Halldórsdóttur húsfreyju.

I. Unnusti Jónínu var Þórður Hjaltason vinnumaður á Steinsstöðum, fóstursonur Finns Árnasonar bónda og Þuríðar Jónsdóttur húsfreyju. Hann var fæddur 19. mars 1852, hrapaði til bana úr Dalfjalli 25. ágúst 1897.
Barn þeirra var
1. Guðfinnur Þórðarson í Haga, f. 13. júlí 1888, síðast í Reykjavík, d. 28. ágúst 1965.


Heimildir