„Hannes Gíslason (Grímshjalli)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 11: | Lína 11: | ||
Börn þeirra hér: <br> | Börn þeirra hér: <br> | ||
1. Sigríður Hannesdóttir, f. 7. janúar 1854.<br> | 1. Sigríður Hannesdóttir, f. 7. janúar 1854.<br> | ||
2. Sigríður Hannesdóttir, f. 27. júní 1855.<br> | 2. Sigríður Hannesdóttir, f. 27. júní 1855, d. 8. október 1855.<br> | ||
3. Sigríður Hannesdóttir, f. 31. júlí 1856.<br> | 3. Sigríður Hannesdóttir, f. 31. júlí 1856.<br> | ||
4. [[Andría Hannesdóttir (Grímshjalli)|Andría Hannesdóttir]], f. 1857, d. 1899.<br> | 4. [[Andría Hannesdóttir (Grímshjalli)|Andría Hannesdóttir]], f. 1857, d. 1899.<br> |
Útgáfa síðunnar 31. október 2013 kl. 19:24
Hannes Gíslason tómthúsmaður í Grímshjalli fæddist í september 1828, líklega í Kokkhúsi, og lést 4. ágúst 1900.
Foreldrar hans voru Gísli Andrésson tómthúsmaður í Kokkhúsi, síðar bóndi í Görðum við Kirkjubæ, f. 18. maí 1791, d. 23. desember 1855, og fyrsta kona hans, (11. júní 1820), Sigríður Guðmundsdóttir, f. 2. maí 1793, d. 30. október 1833.
Hannes var fósturbarn í Grímshjalli 1835 og 1840, 18 ára vinnumaður í Hólmfríðarhjalli 1845, 22 ára fyrirvinna hjá Hólmfríði Erlendsdóttur 1850, sjávarbóndi í Grímshjalli 1860 og 1870.
Við manntal 1880 og 1890 var Hannes vinnumaður í Juliushaab hjá Gísla Engilbertssyni. Hann lést 1900.
Hannes mun vera sá, sem kallaður var „sladdi“. Sjá nánar um hann í Bliki 1960: Gengið á reka eftir Árna Árnasonar.
Hannes var bróðir Margrétar Gísladóttur konu Samúels Bjarnasonar mormónaprests og hálfbróðir, (af sama föður), Þorgerðar Gísladóttur fyrri konu Sigurðar Sigurfinnssonar, foreldra Högna Sigurðssonar í Vatnsdal.
Kona Hannesar (skildu) var Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, síðar vinnukona í Nýborg, f. 21. júní 1825, d. 10. febrúar 1891.
Börn þeirra hér:
1. Sigríður Hannesdóttir, f. 7. janúar 1854.
2. Sigríður Hannesdóttir, f. 27. júní 1855, d. 8. október 1855.
3. Sigríður Hannesdóttir, f. 31. júlí 1856.
4. Andría Hannesdóttir, f. 1857, d. 1899.
5. Jóhanna Hannesdóttir, f. 1862.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1960: Gengið á reka. Árni Árnason.
- Heimaslóð.is.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
[Flokkur: Tómthúsmenn]]