„Þórður Einarsson (Vilborgarstöðum)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Þórður Einarsson''' sjómaður á [[Lönd]]um, síðar sjávarbóndi á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] fæddist 4. október 1822 og lést 1860.<br> | '''Þórður Einarsson''' sjómaður á [[Lönd]]um, síðar sjávarbóndi á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] fæddist 4. október 1822 og lést 27. mars 1860.<br> | ||
Faðir Þórðar var [[Einar Einarsson (Presthúsum)|Einar Einarsson]] bóndi í [[Presthús]]um, d. 15. september 1833 af slysförum.<br> | Faðir Þórðar var [[Einar Einarsson (Presthúsum)|Einar Einarsson]] bóndi í [[Presthús]]um, d. 15. september 1833 af slysförum.<br> | ||
Útgáfa síðunnar 31. október 2013 kl. 19:21
Þórður Einarsson sjómaður á Löndum, síðar sjávarbóndi á Vilborgarstöðum fæddist 4. október 1822 og lést 27. mars 1860.
Faðir Þórðar var Einar Einarsson bóndi í Presthúsum, d. 15. september 1833 af slysförum.
Móðir Þórðar var Anna Þorbjörnsdóttir húsfreyja, f. 1798 í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum, d. 11. mars 1849.
Þórður var fósturbarn í Presthúsum 1835. Hann var kvæntur sjómaður á Löndum 1845. Þar var kona hans Ástríður Jónsdóttir, barn þeirra Ingibjörg 2 ára og móðir Þórðar, Anna Þorbjörnsdóttir. Við manntal 1850 var hann enn á Löndum. Móðir hans var látin (d. 1849), en mætt var Guðrún dóttir þeirra Ástríðar. Við manntal 1855 var Þórður sjávarbóndi á Vilborgarstöðum og Gróa þriggja ára hafði bæst í barnahópinn.
Þórður var ekki á manntali 1860, enda mun hann þá vera látinn samkv. SMJ.
Þórður var í Herfylkingunni og var undirforingi í henni 1859.
Kona Þórðar var Ástríður Jónsdóttir húsfreyja á Löndum og Vilborgarstöðum, f. 28. júlí 1825 í Mýrdal, d. 3. janúar 1904.
Börn Þórðar og Ástríðar voru:
1. Ingibjörg Þórðardóttir, f. 1844, vinnukona á Vilborgarstöðum 1870.
2. Guðrún Þórðardóttir, f. 19. ágúst 1849, d. 12. júní 1921, húsfreyja í Vegg, kona Sigurðar Ólafssonar.
3. Gróa Þórðardóttir, f. 18. febrúar 1853, d. 19. janúar 1935, húsfreyja í Hólshúsi, kona Ingvars Árnasonar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþj.bækur.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.