Ingibjörg Þórðardóttir (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ingibjörg Þórðardóttir vinnukona frá Vilborgarstöðum fæddist 1844 og lést 1. mars 1890.
Foreldrar hennar voru Þórður Einarsson bóndi og kona hans Ástríður Jónsdóttir húsfreyja.

Ingibjörg var systir Guðrúnar Þórðardóttur húsfreyju í Vegg og Gróu Þórðardóttur húsfreyju í Hólshúsi.

Ingibjörg var með foreldrum sínum á Löndum 1850, á Vilborgarstöðum 1855. Hún var með ekkjunni móður sinni og systrum sínum Gróu og Guðrúnu þar 1860.
Hún var vinnukona á Vilborgarstöðum 1870 hjá Jóhönnu Gunnsteinsdóttur og Jóni Jónssyni, síðar búandi í Dölum.
Þá var hún vinnukona í Gvendarhúsi hjá Jóni og Sesselju 1880.
Ingibjörg lést 1890.

Barn hennar ófeðrað var
1. Jón Jónsson, f. 7. febrúar 1877 í Gvendarhúsi, d. 7. mars 1877 úr „algengum ungbarnaveikleik“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.