„Elliðaey“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 12: | Lína 12: | ||
Elliðaey er á náttúruminjaskrá því þar eru mjög miklar og sérstæðar sjófuglabyggðir. Í Elliðaey er að finna helstu varpbyggðir storm- og sjósvölu á Íslandi, sem telja tugþúsundir para. [[Fýll]] og [[langvía]] verpa mikið í Elliðaey, auk [[Lundi|lunda]]. | Elliðaey er á náttúruminjaskrá því þar eru mjög miklar og sérstæðar sjófuglabyggðir. Í Elliðaey er að finna helstu varpbyggðir storm- og sjósvölu á Íslandi, sem telja tugþúsundir para. [[Fýll]] og [[langvía]] verpa mikið í Elliðaey, auk [[Lundi|lunda]]. | ||
Á eyjunni er stórt veiðihús í eigu Elliðaeyjarfélagsins, sem stundar þar [[Lundi|Lundaveiði]] á sumrin og eggjatöku á vorin | Á eyjunni er stórt veiðihús í eigu Elliðaeyjarfélagsins, sem stundar þar [[Lundi|Lundaveiði]] á sumrin og eggjatöku á vorin. Húsið var byggt árið 1953 við rætur [[Hábarð]]s og hefur verið endurbætt mikið síðan. | ||
== Höskuldur í Elliðaey == | == Höskuldur í Elliðaey == |
Útgáfa síðunnar 22. nóvember 2005 kl. 10:27
Elliðaey er þriðja stærsta eyja Vestmannaeyja, (stundum nefnd Ellirey), og er 0,45 km² að flatarmáli. Eyjan er víðast sæbrött, lægri að austanverðu þar sem greitt er uppgöngu um Austurflá þar sem reipi hefur verið komið fyrir. Elliðaey er mjög grösug og þar var heyjað fyrrum og einnig hagaganga fyrir sauðfé og jafnvel nautgripi. Gífurlega mikið varp er þar og fuglatekja. Eyjan er hæst að norðan, það er Hábarð (114 metrar yfir sjávarmáli). Á eyjunni eru tveir gjallgígar, Litli Bunki og Stóri Bunki. Talið er að eyjan hafi myndast í eldgosi sem hefur verið töluvert stærra en Surtseyjargosið, fyrir um 5-6 þúsund árum.
Graslendi þekur alla eyjuna og hefur gríðarlegur fjöldi lunda grafið sér holur þar. Í eyjunni er sauðfé beitt og lundaveiði er stunduð á sumrin.
Deildar meiningar eru um nafn eyjunnar en Elliðaeyjarnafnið dregur hún sennilega af skipi því að hún er lík stafnháu skipi. En sumir segja að nafnið Ellirey sé vegna þess að eyjan taki nafn sitt af tveimur hellum H-ellirey, en önnur eyja í Vestmannaeyjum dregur nafn sitt af hellum, Hellisey.
Í bókinni Örnefni í Vestmannaeyjum segir að Elliðaey sé „[...] í tilliti til stærðar og frjósemi Heimaeyjunni næst. Hún liggur frá N. til S. og er breiðust að norðan, en mjóst að sunnan. Að vestan og norðan er eyjan afar há, og eru hamrarnir næstum þverhníptir. Þó eru hillur og bekkir hér og hvar í þeim, á hverjum rilla og svartfugl verpa.“ Mynd:Elliðaey-kort.PNG
Austan til í eyjunni er hún mjög lág, og þar er uppganga í lítilli vík, sem kölluð er Höfnin.
Elliðaey er á náttúruminjaskrá því þar eru mjög miklar og sérstæðar sjófuglabyggðir. Í Elliðaey er að finna helstu varpbyggðir storm- og sjósvölu á Íslandi, sem telja tugþúsundir para. Fýll og langvía verpa mikið í Elliðaey, auk lunda.
Á eyjunni er stórt veiðihús í eigu Elliðaeyjarfélagsins, sem stundar þar Lundaveiði á sumrin og eggjatöku á vorin. Húsið var byggt árið 1953 við rætur Hábarðs og hefur verið endurbætt mikið síðan.
Höskuldur í Elliðaey
Ýmsar sögur eru til úr Elliðaey en ein þeirra hljóðar á þessa leið:
- Einhvern tíma fyrir löngu var margt fólk við slátt í Elliðaey. Þar á meðal var vinnukona sem hét Guðrún Höskuldsdóttir. Á almæli var að þessi kona var ekki ein saman og hún hafði orðið léttari í Elliðaey um sláttinn. Hún bar barnið út og faldi það í helli einum í lundabyggðinni skammt austur af Nautaréttinni. Þessi útburður var nefndur Höskuldur eftir föður móðurinnar og hellirinn síðan Höskuldarhellir því að útburðurinn hafðist þar við.
- Þessi útburður gerði lundamönnum og sláttumönnum ónæði með væli sínu á nóttum, einkum þó þegar gekk á með illviðri. Þá heyrðist útburðarvælið frá hellinum langt að.
- Sögn Gísla Lárussonar í Stakkagerði
Jarðeignir
Áður fyrr var eyjunum skipt upp milli jarða á Heimaey. Elliðaey gat borið 256 sauði, eða sextán kindur per jörð, þar sem sextán jarðir höfðu aðgang að Elliðaey.
- Kornhóll (Garðurinn)
- Miðhús
- Gjábakki (2 býli)
- Presthús (2 býli)
- Oddstaðir (2 býli)
- Búastaðir (2 býli)
- Stóragerði
- Norðurgarður (2 býli)
- Steinsstaðir
- Þorlaugargerði (2 býli)
Heimildir
- Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum.
- Aðalskipulag Vestmannaeyja, 2004-2014, 4. tillaga (22/10/2004)