„Ritverk Árna Árnasonar/Svavar Þórarinsson (Suðurgarði)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Svavar Þórarinsson (Suðurgarði)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 17. ágúst 2013 kl. 15:15
Kynning.
Svavar Þórarinsson rafvirkjameistari frá Suðurgarði fæddist 3. júní 1915 og lést 14. apríl 1951.
Faðir Svavars og barnsfaðir Guðlaugar var Þórarinn Böðvar (Þórarinsson) Guðmundsson verslunarmaður og ritstjóri, f. 13. febrúar 1882 í Kaupmannahöfn, d. 5. júní 1952, Þórarinsson (eldri) kaupmanns á Seyðisfirði, f. 1. mars 1844 í Árnessókn á Ströndum, d. 14. febrúar 1928, Guðmundssonar Salómonsens prests í Árnesi í Strandasýslu, f. 5. mars 1813, d. 5. nóvember 1848, Jónssonar kaupmanns í Reykjafirði um skeið, Salómonsen, og konu sr. Guðmundar, Guðrúnar Pálínu húsfreyju, f. 1820, d. 27. maí 1891, Böðvarsdóttur prests Þorvaldssonar.
Móðir Þórarins (yngri) og kona Þórarins kaupmanns var Sigríður húsfreyja í Thostrupsverslunarhúsi á Seyðisfirði 1890, f. 3. júlí 1861 í Reykjavík, d. 28. desember 1937, Jónsdóttir, f. 4. október 1838, d. 13. júní 1920, Guðmundssonar.
Sr. Guðmundur í Árnesi var bróðir Ragnheiðar Jónsdóttur, konu sr. Brynjólfs Jónssonar að Ofanleiti, móðurforeldra Árna kaupmanns, Brynjólfs tónlistarfrömuðar og kaupmanns og Leifs Sigfússonar tannlæknis.
Móðir Svavars í Suðurgarði var Guðlaug Oddgeirsdóttir, f. 20. janúar 1885, d. 21. desember 1966.
Svavar ólst upp í Suðurgarði hjá Ingibjörgu Jónsdóttur húsfreyju og Jóni Guðmundssyni bónda.
Sjá frekari umfjöllun á öðrum stað á Heimaslóð „Minningarorð um Svavar Þórarinsson frá Suðurgarði“ eftir Árna Árnason símritara.
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Garður.is.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.