„Bjarni Ólafsson (Svaðkoti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 29. maí 2013 kl. 17:06

Bjarni Ólafsson var bóndi og formaður í Svaðkoti. Hann var fæddur að Steinmóðarbæ undir Eyjafjöllum 22. janúar 1836. Kona Bjarna var Ragnheiður Gísladóttir ættuð úr Fljótshlíð. Sagt var að þau hjón hefðu verið ákaflega samhent og dugmikil í búskapnum.

Bjarni fórst af bát sínum 16. júní 1883. Veður var gott og sjór sléttur en talið var að illhveli hefði grandað bátnum.

Meðal barna Ragnheiðar og Bjarna var Guðríður í Brautarholti, kona Jóns Jónssonar frá Dölum.


Heimildir