„Geirfuglasker“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8: Lína 8:


{{Heimildir|
{{Heimildir|
Eyjólfur Gíslason. Vitinn á Geirfuglaskeri. ''Sjómannadagsblað Vestmannaeyja'' 1983. 1983. bls. 39-44.}}
*Eyjólfur Gíslason. Vitinn á Geirfuglaskeri. ''Sjómannadagsblað Vestmannaeyja'' 1983. 1983. bls. 39-44.}}




[[Flokkur:Eyjur]]
[[Flokkur:Eyjur]]

Útgáfa síðunnar 8. júlí 2005 kl. 10:02

Geirfuglasker liggur 5 km suð-vestur af Geldungi og eru skerin álíka að stærð. Geirfuglasker er mun lægra þar sem mesta hæð er 43 m. Gróður þekur ekki alla eyjuna, helst er að finna skarfakál og annan gróður í kringum drit fugla sem þar verpa. Viti er á skerinu.

Vitinn var settur upp árið 1956. Ákveðið var að reyna uppsetningu vita eftir góða reynslu af öryggi Þrídrangavitans. Vel var tekið í verkefnið og kom vitaskipið Hermóður til Vestmannaeyja 26. júní 1956 með vitahúsið fullsmíðað í heilu lagi. Húsið er tveir metrar á hæð og 1,3 á lengd og 1,1 á breidd. Þótt að húsið sé lítið þá er það sterkbyggt og níðþungt. Það var því enginn leikur að koma húsinu upp á skerið og var handafl úrvalsmanna eini togkrafturinn. Áhættusamt var að draga húsið upp vegna þess að það festist alltaf undir hverri bjargbrún og þurfti því einn maður að fylgja því alla leið upp. Þegar húsið var komið á sinn stað var haldið heim til Friðarhafnar. Næsta dag fór minni hópur út í Geirfuglasker til þess að setja vitann upp og klára verkið. Vitaljósið var kveikt þennan dag, þann 28. júní 1956 og var það Eyjólfur Gíslason sem kveikti ljósið. Gist var um nóttina í tjaldi á grasflöt upp á eynni. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið sofið í eynni og varla eftir þetta. Seinna um haustið var farið aftur út í eynna og lagður járnkkeðjuvegur uppá Geirfuglasker til styrktar og öryggis mönnum sem þurftu að fara einu sinni á ári í eynna til að skipta um gaskúta í vitanum.

Árið 1993 voru sólarrafhlöður tengdar við vitann og gengur vitinn nú fyrir sólarrafmagni.



Heimildir

  • Eyjólfur Gíslason. Vitinn á Geirfuglaskeri. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983. 1983. bls. 39-44.